Fischersetrið á Selfossi
Fischersetrið er safn að Austurvegi 21 á Selfossi til minningar um bandaríska/íslenska skáksnillinginn Robert J. Fischer sem vann heimsmeistaratitilinn í skák í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík 1972. Í setrinu er sögð saga meistarans og þar má sjá ýmsa hluti sem tengjast einvíginu 1972. Hér eru einnig haldin skákmót og skákkennsla en skákfélag Selfoss hefur aðstöðu í húsinu. Fischer lést í Reykjavík 17. janúar 2008 og var jarðsettur í Laugardælakirkjugarði, rétt utan við Selfoss, þann 21. janúar 2008.