Um leit

Leitarformið

Leitarformið er ávallt til staðar vinstra megin á síðunni. Ef þú ert að leita að ákveðnum stað, atburði, einstaklingi eða ártali ritaðu þá leitarorðið í efsta reitinn á leitarforminu og ýttu svo á "Sýna niðurstöður valsins". Einnig er hægt að velja leitarorð úr fyrirfram ákveðnum leitarorðum í neðsta reit formsins. Hægt er að setja inn eitt eða fleiri leitarskilyrði í einu. Þannig er hægt að velja Afbrotasögu" úr sögum," "Húnavatnssýsla" úr stöðum, "19. öldina" úr tímabilum. Ef of margir staðir koma upp við fyrstu leit þá er alltaf hægt að bæta við fleiri leitarskilyrðum og þrengja þannig leitina. Alltaf er hægt að fækka eða fjölga leitarskilyrðum eftir fyrstu leit.

Yfirlitskortið

Einnig er hægt að nota yfirlitskortið sem þú finnur á valröndinni undir kort. Best er að byrja á því að stækka kortið með því að ýta á ferninginn vinstra megin á kortinu Hægt er að þysja inn og út á kortinu. Til að fá upplýsingar um einstaka staði þarf að opna upplýsingaglugga með því að smella á viðkomandi staðartákn (blátt, rautt eða grænt). Þá sést heiti staðarins og helstu upplýsingar (sama gerist ef smellt er á heiti staðar í listanum fyrir neðan kortið). Til að sjá meiri upplýsingar þarf að smella á "Skoða færslu" í glugganum. Alltaf er hægt að fara til baka í kortið með því að nota „til baka“ píluna ← á vafranum (Chrome eða Internet Explorer o.fl.) sem þú ert að nota. Einnig er hægt að nota hnappa hægra megin á kortinu til að sýna staði eftir „sögum“ og til að skipta um kort ef önnur tegund af korti hentar betur.

Landshlutakortin

Þá er hægt að finna staði með því að fara í landhlutakortin undir kortaflipanum. Þá opnast kort sem sýnir alla staði í viðkomandi landshluta ásamt lista yfir staðina. Eins og í öðrum kortum er hægt að smella á einstaka staði til að opna upplýsingaglugga staðarins. Með því að velja "skoða færslu" í upplýsingaglugganum er hægt að skoða nánar undirliggjandi færslu. Þá er hægt að fara í listann undir kortinu og smella á einstaka staði þar til að sjá staðsetningu staðarins á kortinu og skoða stutta lýsingu á staðnum. Einnig má smella á "Skoða færslu" í myndasleðanum til að opna alla færslunar að baki.