LUMAR ÞÚ Á SÖGU?

Koma efni á framfæri

Notendum síðunnar stendur til boða að senda inn efni í nýjar eða eldri færslur. Til að senda inn efni í nýja færslu þarf að hafa samband við okkur og fá aflæsingarkóða og fylla síðan út þetta form eða senda okkur efnið í tölvupósti. Hægt er að láta tvær myndir fylgja hverri færslu en hver mynd má ekki vera stærri en 1500x1500 pixlar. Best er ef myndirnar eru í hlutföllunum 4:3 en það er þó ekki nauðsynlegt. Ef þú vilt bæta efni við færslu sem til er skrifaðu efnið þá í athugasemdadálk viðkomandi færslu og við komum honum á réttan stað. Mikilvægt er að höfundarréttur, bæði að texta og myndum, sé virtur.

Staður og saga

Allar færslur samanstanda af "stað" og "sögu." Flestir staðir eiga sér fleiri en eina sögu en ein saga nægir til að komast á síðuna. Texti hverrar sögu verður að vera stuttur, almennt ekki lengri en 150 orð en síðan má fylla út í söguna með krækjum á aðrar síður. Ef fleiri en ein saga er sögð um staðinn þá má færslan fara í 250 orð. Gott er að aðgreina sögur með stjörnu (*). Saga getur verið atburður í fornsögunum, slysasaga, afbrotasaga, stjórnmálasaga, álfasaga, byggðasaga, listasaga, atvinnusaga, stríðssaga eða saga um hvar tiltekinn einstaklingur fæddist eða ólst upp. Að lokum þarf að merkja hverja færslu viðeigandi flokki (sögu).

Staðinn á kortið

Til að koma staðnum þínum á kortið er gott að GPS-hnit fylgi. Margar leiðir eru til þess að afla GPS-hnita staða en auðveldast er að nota kort með innbyggðum hnitum eins og Google maps eða Iskort. Þegar búið er að finna staðinn þá er hægrismellt á músina og valið "Hvað er hér?" Þá birtast tvær tölur, önnur mínustala (t.d. 64.146770 -21.940230), og stundum nafn. Þessar tölur þarf að senda með staðarlýsingunni. Einnig er hægt að nota önnur kort eins og vefsjána á www.iskort.is. Ef um er að ræða heimilisfang í þéttbýli eða sveitabæ þá getum við aðstoðað.

Úrvinnsla

Við reynum að vinna allar færslur sem okkur berast eins fljótt og okkur er mögulegt. Ritstjórar áskilja sér hins vegar allan rétt til að hafna færslum, stytta færslur ef þær eru of langar eða lagfæra orðalag færslna. Ef höfundar færslna eru ósáttir við breytingar sem gerðar eru á innsendum færslum þá er hægt að hafa samband við okkur.