Pólarnir

Ljósmynd Karl Christian Nielsen

Pólarnir, eða Suðurpóll, var nafn á bráðabirgðahúsnæði sem Reykjavíkurborg reisti á árunum 1916-1918 skammt frá Miklatorgi, sunnan við Laufásveg. Húsin voru reist af fátækranefnd Reykjavíkur til að koma til móts við húsnæðisþörf tekjulágra barnafjölskyldna sem var mikil á þessum tíma. Alls voru reistar hér 48 íbúðir. Á þeim tíma var staðsetning Pólanna við ytri mörk bæjarins.

Pólitískt deiluefni

Þetta var óvandað húsnæði sem fékk snemma á sig fátækrastimpil („slum“). Af þeim sökum urðu Pólarnir ítrekað bitbein í pólitískri umræðu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Í grein í Alþýðublaðinu árið 1929 (31. desember) segir til dæmis: „Kofar eins og Bjarnaborg og Pólarnir eru til ævarandi háðungar og glæpsamlegt að dyngja fólki inn í þá. Í siðuðu þjóðfélagi er morðingjum og stórbrotamönnum ekki  boðið upp á slíkar vistarverur, hvað þá heiðvirðu fólki og börnum.“ Búið var í Pólunum mun lengur en upphaflega stóð til og voru þeir ekki rifnir fyrr en árið 1965.

Rithöfundur úr Pólunum

Sigurður A. Magnússon (1928-2017) rithöfundur ólst upp í Pólunum. Árið 1979 kom út fyrsta bindi endurminninga Sigurðar, Undir kalstjörnu, sem fjallar um líf sögupersónunnar Jakobs Jóhannessonar sem ólst upp í Pólunum á kreppuárunum. Bókin hlaut Menningarverðlaun DV og var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs.

Ónákvæm staðsetning.

2 Responses

  1. Friðjón Hallgrímsson skrifar:

    Myndin sem fylgir þessari grein er af Selbrekkunum við Vesturgötu, en ekki Pólunum. Auk þess er dagsetninginn röng svo skakkar einni öld. Endilega að laga þetta.

Skildu eftir svar