Tímalína

10. öldin

  • 910 Egill Skalla-Grímsson fæðist (ca.)
  • 930 Alþingi stofnað
  • ----- Landnámsöld lýkur og Þjóðveldisöld hefst
  • 940 Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson fæðist
  • 950 Eiríkur rauði Þorvaldsson fæðist í Noregi
  • ----- Þórarinn Ragabróðir Óleifsson lögsögumaður fæðist
  • 959 Grímur Svertingsson kvænist Þórdísi stjúpdóttur Egils Skallagrímssonar
  • 960 Faðir Eiríks rauða gerður útlægur frá Noregi
  • 974 Egill Skallagrímsson flytur að Mosfelli til stjúpdóttur sinnar Þórdísar Þórólfsdóttur
  • 981 Kristniboð hefst á Íslandi
  • 984 Kirkja á Ási í Hjaltadal vígð
  • 985 Eiríkur rauði nemur land á Grænlandi
  • ----- Þorgeir Ljósvetningagoði verður lögsögumaður
  • 990 Egill Skallagrímsson deyr (ca.)
  • 992 Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda veginn

11. öldin

  • 1000 Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason reisa kirkju í Vestmannaeyjum að undirlagi Noregskonungs
  • ------ Kristni lögtekin á Þingvöllum
  • 1002 Grímur Svertingsson verður lögsögumaður
  • 1005 Fimmtardómur stofnaður
  • 1006 Ísleifur Gissurarson, fyrsti biskup Íslands, fæðist
  • ------ Eiríkur rauði deyr
  • 1010 Njálsbrenna (eða 1011)
  • 1020 Fyrsta kirkjan rís á Þingvöllum
  • 1021 Komið í veg fyrir að Noregskonungur eignist Grímsey
  • 1022 Fyrst alþjóðlegi samningur Íslendinga um gagnkvæm réttindi
  • 1024 Magnús góði Noregskonungur deyr
  • 1025 Guðmundur ríki á Möðruvöllum deyr
  • 1030 Klaustur stofnað á Bæ í Borgarfirði
  • ------ Grettir Ásmundarson syndir Drangeyjarsund
  • 1031 Grettir Ásmundarson veginn í Drangey
  • 1047 Haraldur harðráði verður konungur Noregs
  • 1052 Jón Ögmundarson biskup fæðist
  • 1056 Ísleifur Gissurarson verður biskup í Skálholti
  • 1066 Haraldur harðráði verður konungur Englands
  • ------ Haraldur harðráði fellur í orustunni við Standord brú
  • ------ Vilhjálmur bastarður nær völdum í Englandi
  • 1080 Ísleifur Gissurarson andast
  • 1096 Tíundarlög sett

12. öldin

  • 1104 Heklugos
  • 1106 Biskupsstóll stofnaður á Hólum
  • 1108 Úlfhéðinn Gunnarsson kjörinn lögsögumaður
  • 1112 Jón Ögmundsson biskup stofnar Þingeyrarklaustur
  • 1116 Hvamm-Sturla Þórðarson fæðist
  • 1117 Bergþór Hrafnsson verður lögsögumaður
  • 1118 Þorlákur Runólfsson vígður Skálholtsbiskup
  • ------ Gissur Ísleifsson biskup andast
  • 1122 Ritun Íslendingabókar hefst
  • ------ Ketill Þorsteinsson vígður Hólabiskup
  • 1123 Guðmundur Þorgeirsson verður lögsögumaður
  • 1131 Almyrkvi á sólu á Íslandi
  • 1133 Munkaklaustur stofnað á Þingeyrum
  • ------ Sæmundur fróði Sigfússson andast
  • 1134 Magnús Einarsson vígður Skálholtsbiskup
  • 1135 Jón Loftsson flytur til Íslands
  • ------ Ari sterki Þorgilsson fæðist
  • ------ Hrafn Úlfhéðinsson verður lögsögumaður
  • 1146 Gunnar Úlfhéðinsson kjörinn lögsögumaður
  • 1147 Björn Gilsson vígður Hólabiskup
  • 1148 Magnús Einarsson Skálholtsbiskup ferst í Hítardalsbrennu
  • 1150 Sturla Þórðarson kaupir Hvamm í Dölum
  • 1151 Krísuvíkureldar
  • 1152 Klængur Þorsteinsson vígður biskup í Skálholti
  • 1154 Vopnaburður bannaður á Alþingi
  • 1155 Munkaþverárklaustur stofnað
  • ------ Páll Jónsson biskup fæðist
  • 1157 Þingeyrarklaustur brennur til kaldra kola
  • ------ Fyrsti Suðurlandsskjálftinn sem sögur fara af
  • 1158 Gos í Heklu
  • ------ Skálholtsdómkirkja vígð
  • 1160 Hvamm-Sturla kvænist Guðnýju Böðvarsdóttur
  • 1161 Guðmundur góði Arason fæðist
  • 1163 Brandur Sæmundsson vígður Hólabiskup
  • 1165 Þórður Sturluson fæðist
  • 1166 Hítardalsklaustur stofnað (sumir nefna 1168)
  • ------ Hrafn Sveinbjarnarson fæðist
  • ------ Kolbeinn Arnórsson deyr
  • 1168 Þykkvabæjarklaustur stofnað
  • 1170 Sighvatur Sturluson fæðist
  • 1171 Hvamm-Sturla og Einar Þorgilsson berjast
  • ------ Kolbeinn Tumason fæðist
  • 1172 Flateyjarklaustur vígt
  • 1178 Þorlákur helgi Þórhallsson verður biskup í Skálholti
  • 1179 Snorri Sturluson fæðist
  • ------ Gos í Kötlu
  • 1181 Jón Loftsson tekur Snorra Sturluson í fóstur
  • 1183 Hvamm-Sturla andast
  • 1184 Flateyjarklaustur flutt til Helgafells
  • ------ Tumi Kolbeinsson deyr
  • 1186 Kirkjubæjarklaustur stofnað
  • 1188 Ari sterki Þorgilsson deyr
  • 1190 Ritun Íslendingasagna hefst um þetta leyti
  • ------ Jón Loftsson reisir kirkju og klaustur á Keldum
  • 1191 Sighvatur Sturluson reisir bæ á Staðarhóli
  • ------ Ormur Jónsson frá Svínafelli andast
  • 1193 Þorlákur helgi andast
  • 1195 Páll Jónsson vígður biskup í Skálholti
  • 1197 Lönguhlíðarbrenna
  • ------ Jón Loftsson í Odda deyr
  • 1199 Snorri Sturluson kvænist Herdísi Bessadóttur
  • ------ Sturla Sighvatsson fæðist

13. öldin
(Sturlungaöld)

  • 1202 Snorri Sturluson flytur frá Odda að Borg á Mýrum
  • 1203 Guðmundur góði Arason tekur biskupsvígslu
  • 1206 Guðmundur góði biskup bannfærir Kolbein Tumason (eldri)
  • ------  Gos í Heklu
  • ------  Eldgos á Reykjanesi
  • ------  Snorri Sturluson flytur í Reykholt
  • 1208 Víðinesbardagi
  • ------  Kolbeinn ungi Arnórsson fæðist
  • ------  Gissur Þorvaldsson fæðist
  • 1209 Arnór Tumason hrekur Guðmund biskup frá Hólum
  • ------ Brandur Kolbeinsson fæðist
  • 1210 Þórður kakali Sighvatsson fæðist
  • 1211 Suðurlandsskjálftar ríða yfir
  • ------  Páll Jónsson biskup andast
  • 1213 Þorvaldur Vatnsfirðingur lætur drepa Hrafn Sveinbjarnarson
  • 1214 Þorvaldur Vatnsfirðingur gerður útlægur fyrir dráp Hrafns Sveinbjarnarsonar
  • ------  Sturla Þórðarson sagnaritari fæðist
  • 1215 Sighvatur Sturluson flytur sig í Eyjafjörð
  • 1216 Magnús Gissurarson kjörinn biskup í Skálholti
  • 1218 Snorri Sturluson heimsækir Skúla jarl í Noregi
  • 1220 Snorri Sturluson gerist hirðmaður Noregskonungs
  • 1221 Tumi Sighvatsson hrekur Guðmund góða biskup út í Málmey
  • 1222 Tumi Sighvatsson drepinn á Hólum
  • ------  Guðmundur biskup góði hrakinn frá Hólum
  • ------  Gos hefst í Heklu
  • 1223 Sturla Sighvatsson kvænist Sólveigu Sæmundardóttur Jónssonar frá Odda
  • 1224 Þórdís, dóttir Snorra Sturlusonar, giftist Þorvaldi Vatnsfirðingi
  • ------ Ingibjörg Snorradóttir giftist Gissuri Þorvaldssyni
  • 1226 Þorvaldur Gissurarson stofnar Viðeyjarklaustur með Snorra Sturlusyni
  • 1228 Hallbera dóttir Snorra Sturlusonar giftist Kolbeini unga
  • ------  Synir Hrafns Sveinbjarnarsonar brenna Þorvald Vatnsfirðing inni
  • 1229 Sauðafellsför sona Þorvaldar Vatnsfirðings
  • 1230 Oddur Þórarinsson, Svínfellingur, fæðist
  • 1232 Sturla sighvatsson lætur drepa syni Þorvaldar Vatnsfirðings
  • 1233 Suðurganga Sturlu Sighvatssonar hefst
  • 1235 Sturla Sighvatsson gerist hirðmaður Noregskonungs
  • ------  Sturla snýr heim eftir suðurgöngu sína
  • 1236 Snorri Sturluson hrakinn frá Reykholti
  • 1237 Bæjarbardagi í Borgarfirði
  • ------  Snorri Sturluson hrakinn til Noregs
  • ------  Guðmundur góði Arason biskup andast
  • ------  Magnús Gissurarson Skálholtsbiskup andast
  • ------  Þórður Sturluson goðorðsmaður á Stað andast
  • 1238 Fundur Sturlu Sighvatssonar og Gissurar Þorvaldssonar við Apavatn (Apavatnsför)
  • ------  Örlygsstaðabardagi
  • 1239 Snorri Sturluson snýr heim í óleyfi konungs
  • 1240 Hákon Noregskonungur skipar Gissuri Þorvaldssyni að drepa Snorra Sturluson
  • ------  Ingibjörg Sturludóttir Þórðarsonar fæðist
  • ------  Gos hefst í Kötlu
  • 1241 Snorri Sturluson veginn í Reykholti
  • ------  Klængur Bjarnason, stjúpsonur Snorra, veginn í Reykholti
  • ------  Órækja Snorrason lætur drepa Illuga son Þorvaldar Vatnsfirðings
  • 1242 Skálholtsbardagi milli Órækju Snorrasonar og Gissurar Þorvaldssonar
  • ------  Óræka og Sturla Þórðarson hraktir úr landi
  • 1244 Tumi Sighvatsson yngri drepinn á Reykhólum
  • ------  Flóabardagi
  • ------  Sólveig Sæmundardóttir andast
  • 1245 Gos í Kötlu
  • ------  Hrafn Oddsson kvænist dóttur Sturlu SIghvatssonar
  • ------  Kolbeinn ungi andast 37 ára gamall
  • 1246 Haugsnesbardagi (Brandur Kolbeinsson drepinn)
  • 1247 Þórður kakali snýr heim frá Noregi
  • ------  Halldóra Tumadóttir, ekkja Sighvatar Sturlusonar, andast
  • 1248 Sæmundur Ormsson frá Svínafellli kvænist Ingunni, dóttur Sturlu Þórðarsonar
  • 1249 Gissur Þorvaldsson fer í suðurgöngu til Rómar
  • 1250 Þórður kakali fer til Noregs og á ekki afturkvæmt til Íslands
  • 1251 Sturla Þórðarson verður lögsögumaður
  • 1252 Noregskonungur sendir Gissur Þorvaldsson og Þorgils skarða til Íslands
  • 1253 Flugumýrarbrenna
  • 1254 Hákon gamli kallar Gissur Þorvaldsson út til Noregs
  • 1255 Oddur Þórarinsson drepinn í Geldingaholti
  • ------  Þverárbardagi (fundur) í Eyjafirði
  • ------  Eyjólfur ofsi Þorsteinsson veginn  í Þverárbardaga
  • 1256 Sturla Þórðarson sest að í Svignaskarði
  • 1258 Þorgils skarði drepinn á Hrafnagili
  • ------  Gissur Þorvaldsson verður jarl yfir Íslandi
  • 1259 Gissur Þorvaldsson sest að á Reynistað í Skagafirði
  • 1262 Fyrstu höfðingjarnir undirrita Gamla sáttmála
  • ------ Gos í Kötlu
  • ------ Sturlungaöld lýkur
  • 1263 Hrafn Oddson hrekur Sturlu Þórðarson úr landi
  • 1264 Gamli sáttmáli fullgiltur
  • 1268 Gissur Þorvaldsson andast
  • 1269 Staðamál hin síðari hefjast
  • 1270 Hrafn Oddson og Ormur Ormsson skipaðir hirðstjórar yfir Íslandi
  • 1271 Járnsíða lögtekin á Íslandi (að hluta)
  • ------  Embætti sýslumanna stofnuð
  • ------  Lögmenn settir yfir hvern landsfjórðung
  • 1272 Sturla Þórðarson verður lögmaður alls landsins
  • 1273 Endurbætt Járnsíða lögtekin
  • 1281 Jónsbók tekur við af Járnsíðu sem lögbók Íslands
  • 1284 Sturla Þórðarson sagnaritari og lögmaður andast
  • 1289 Hrafn Oddsson hirðstjóri andast
  • 1294 Jarðskjálfti ríður yfir Suðurland
  • 1295 Reynistaðaklaustur stofnað
  • ------  Möðruvallaklaustur líklega stofnað (eða 1296)
  • 1297 Staðamálum lýkur

14. öldin
(Norska öldin)

  • 1300 Heklugos hefst
  • 1301 Hallæri vegna Heklugoss
  • ------ Jarðskjálftar á Suðurlandi
  • 1302 Gamli sáttmáli endursvarinn
  • ------ Verlsun takmörkuð við norsk skip
  • 1304 Árni Helgason vígður biskup í Skálholti
  • 1305 Íslendingar neita að borga Noregskonungi skatt
  • 1308 18 bæir hrundu í Suðurlandsskjálfta
  • 1309 Klængskirkja í Skálholti brennur
  • 1311 Skattbændatal telur 3812 bændur
  • ------  Gos í Kötlu
  • ------ Árnakirkja í Skálholti vígð
  • ------ Jarðskjálfti á Suðurlandi fellir 51 bæ
  • 1312 Lárentíus Kálfsson gerist kennari í Munkaþverárklaustri
  • 1313 Miklar frosthörkur um land allt
  • 1314 Auðunn rauði vígður Hólabiskup
  • 1315 Bygging Auðunarstofu hefst á Hólum
  • 1316 Möðruvallaklaustur brennur
  • 1317 Ný kirkja vígð á Ingjaldshóli
  • 1318 Auðunarmáldagi gerður
  • 1319 Grímur Þorsteinsson verður lögmaður
  • ------ Magnús Eiríksson sameinar Noreg og Svíþjóð undir einum konungi
  • 1320 Hafís við Íslands langt fram á sumar
  • ------ Ketill Þorláksson verður hirðstjóri
  • 1322 Jón Halldórsson vígður biskup í Skálholti
  • 1324 Lárentíus Kálfsson verðu biskup á Hólum
  • 1326 Elliheimili fyrir uppgjafapresta stofnað á Kvíabekk í Ólafsfirði
  • 1329 Fyrsta orgelið kemur til Íslands
  • 1331 Egill Eyjólfsson verðu Hólabiskup
  • 1339 Suðurlandsskjálfti fellir um 50 bæi
  • 1341 Gos í Heklu
  • ------ Bótólfur Andrésson verður hirðstjóri
  • 1343 Grímur Þorsteinsson verðu hirðstjóri
  • ------ Jón Sigurðsson verður biskup í Skálholti
  • ------ Jón biskup lætur brenna nunnu úr Kirkjubæjarklaustri
  • 1346 Bessastaðir verða aðsetur hirðstjóra
  • 1349 Gyrir Ívarsson verður biskup í Skálholti
  • 1350 Ólafur Bjarnason verður hirðstjóri yfir öllu Íslandi
  • 1354 Ívar Hólm Vigfússon verður hirðstjóri og tekur Ísland á leigu
  • 1357 Gos í Kötlu
  • 1358 Jón skalli Eiríksson verðu biskup á Hólum
  • 1360 Norðlenskir bændur hrekja Jón Skráveifu burt úr fjórðungnum
  • 1361 Smiður Andrésson verðu hirðstjóri
  • ------ Einokunarverslun fyrri komið á
  • 1362 Jón skráveifa fellur í Grundarbardaga
  • ------ Mikið öskugos úr Öræfajökli leggur Litlahérað í eyði
  • 1363 Skarðsbók Jónsbókar skrifuð
  • 1366 Oddgeir Þorsteinsson verðu biskup í Skálholti
  • 1368 Guðný Helgadóttir abbadís í Reynistaðaklaustri andast
  • 1370 Þorgautur Jónsson verður hirðstjóri
  • ------ Síðustu heimildir um skip á Gásum
  • 1375 Skálholtssamþykkt gerð
  • 1380 Ísland kemst undir Danakonung
  • 1381 Guttormur Ormsson veginn í Snóksdal
  • 1387 Ritun Flateyjarbókar hefst
  • 1388 Eiríkur Guðmundsson hirðstjóri veginn
  • 1389 Gos hefst í Heklu
  • 1390 Jarðskjálftar á Suðurlandi

15. öldin
(Enska öldin)

  • 1402 Svarti dauði berst til landsins
  • 1406 Norskur munkur vígður biskup í Skálholti
  • ------ Margrét Vigfúsdóttir fæðist
  • 1411 Jón Tófason vígður Hólabiskup (kemur til starfa 1419)
  • 1412 Enskra skipa fyrst getið í annálum
  • ------ Einar Herjólfsson veginn á Skúmsstöðum
  • 1413 Árni Ólafsson vígður biskup í Skálholti og hirðstjóri
  • 1415 Enska öldin hefst
  • ------ Eiríkur af Pommern bannar útlendingum siglingar til Íslands
  • 1416 Eldgos hefst í Heklu
  • 1420 Englendingar ræna og rupla í Skagafirði
  • 1421 Möðruvallakirkja brennur
  • 1424 Farsóttir herja á landann
  • 1425 Enskir duggarar handtaka hirðstjórana og flytja til Noregs
  • 1427 Guðmundur ríki Arason fer ránshendi um Húnaþing
  • 1429 Klaustur og kirkja brenna á Munkaþverá
  • 1430 Jón Gerreksson Skálholtsbiskup kemur til landsins
  • 1431 Áttatíu enskir duggarar drepnir við Mannskaðahól í Skagafirði
  • 1432 Fyrsta skip Hansakaupmanna kemur til landsins
  • ------ Jón Gerreksson handtekur þorvarð Loftsson og Teit Gunnlaugsson
  • ------ Sveinar Jóns Gerreksson drepa Ívar Hólm Vigfússon
  • ------ Ormur Loftssson verður hirðstjóri
  • 1433 Jóni Gerrekssyni drekkt í Brúará
  • 1436 Margrét Vigfúsdóttir og Þorvarður Loftsson ganga í hjónaband
  • 1437 Gozewijn Comhaer skipaður Skálholtsbiskup
  • 1439 Gos í Heklu
  • 1442 Kristófer af Bæjaralandi krýndur konungur í Noregi
  • 1446 Guðmundur ríki Arason dæmdur útlægur
  • 1447 Fyrsta enska skipið tekið fyrir ólöglegar veiðar
  • 1449 Danmörk og England gera samning um veiðar Englendinga við Ísland
  • 1450 Langaréttarbót samþykkt af Kristjáni I Danakonungi
  • 1452 Munkaþverárklaustur kaupir Gásir
  • 1455 Björn Þorleifsson og Ólöf ríka handtekin af skoskum sjóræningjum
  • 1457 Björn Þorleifsson verður hirðstjóri
  • 1460 Marcellus Skálholtsbiskup drukknaði við Sviðþjóð
  • ------ Ólafur Rögnvalssson verður biskup á Hólum
  • 1462 Jón Stefánsson Krabbe varð biskup í Skálholti
  • 1465 Leyfi Englendinga til Íslandssiglinga felld úr gildi
  • 1467 Björn Þorleifsson hirðstjóri veginn af ensku sjómönnum á Rifi
  • 1468 Hansakaupmenn hefja verslun á Íslandi
  • ------ Eldgos í Veiðivötnum
  • ------ Kristófer Kólumbus er mögulega á landinu
  • 1478 Diðrik Píning verður hirðstjóri
  • 1479 Ólöf ríka á Skarði andast
  • 1482 Fyrst getið um byssur á Íslandi
  • 1484 Jón Arason biskup fæðist
  • 1485 Kötlugos hefst
  • 1486 Englendingar ræna Hansakaupfari
  • ------ Margrét Vigfúsdóttir deyr
  • ------ Þorleifur Björnsson hirðstjóri deyr
  • 1490 Danakonungur semur við Englendinga um fiskveiðar við Ísland
  • 1491 Stefán Jónsson verður biskup í Skálholti
  • 1492 Jörðin Skriða í Fljótsdal gefin undir klausturhalds
  • 1493 Skriðuklaustur stofnað
  • 1494 Plágan síðari gengur yfir
  • 1496 Gottskálk Nikulásson verður Hólabiskup
  • ------ Páll Jónsson sýslumaður á Skarði drepinn á Öndverðareyri
  • 1499 Benedikt Hersten verður hirðstjóri

16. öldin
(Þýska öldin)

  • 1503 Kai von Ahlefeldt verður hirðstjóri á Íslandi
  • 1502 Lénharður "fógeti" drepinn á Hrauni í Ölfusi
  • 1505 Kai von Ahlefeldt dæmdur frá hirðstjórn á Íslandi
  • 1510 Gos hefst í Heklu
  • 1511 Englendingar hertaka Hamborgarskip við Ísland
  • 1512 Englendingar vinna spellvirki á Íslandi
  • 1513 Leiðarhólmsbænarskjalið sent konungi
  • 1517 Týli Pétursson verður hirðstjóri
  • 1518 Hamborgarkaupmenn hrekja Englendinga frá Hafnarfirði
  • ------ Stefán Jónsson biskup andast
  • 1519 Ögmundur Pálsson kjörinn biskup í Skálholti
  • 1521 Hannes Eggertsson verður hirðstjóri yfir Íslandi
  • 1523 Týli Pétursson hálshöggvinn í Kópavogi
  • 1524 Jón Arason vígður biskup á Hólum 
  • ------ Jóhann Pétursson verður hirðstjóri yfir Íslandi
  • 1526 Alþingi samþykktir launagreiðslur til bartskera fyrir læknastörf
  • 1527 Útlendingum bannað að stunda útgerð frá Íslandi
  • 1528 Enskir kaupmenn ræna Hamborgarskip á Rifi á Snæfellsnesi
  • 1529 Dietrich van Bramstedt skipaður hirðstjóri á Íslandi
  • 1530 Fyrsta prentsmiða landsins sett upp á Hólum í Hjaltadal
  • 1532 Grindarvíkurstríðið
  • 1533 Fyrsta Lútherska kirkjan rís í Hafnarfirði
  • 1535 Prentsmiðjan á Hólum flutt að Breiðabólsstað í Vesturhópi
  • 1537 Sigmundur Eyjólfsson vígður Skálholtsbiskup
  • 1539 Claus van der Marwitzen hirðstjóri kemur til landsins
  • ------ Viðeyjarklaustur rænt af Diðrik frá Mynden
  • ------ Diðrik frá Mynden drepinn í Skálholti
  • 1540 Gissur Einarsson verður biskup í Skálholti
  • 1541 Guðbrandur Þorláksson biskup fæðist
  • 1550 Jón Arason biskup handtekinn á Sauðafelli
  • ------ Jón Arason biskup og synir hálshöggnir í Skálholti
  • ------ Þingeyrarklaustur lagt niður
  • 1551 Nunnuklaustrið á Reynistað lagt niður
  • 1552 Skriðuklaustur lagt niður
  • 1555 Fyrsta íslenska sálmabókin gefin út í Kaupmannahöfn
  • 1556 Oddur Gottskálksson drukknar í Laxá í Kjós
  • 1557 Gísli Jónsson vígður biskup í Skálholti
  • 1559 Páll Stígsson verður hirðstjóri
  • 1564 Stóridómur samþykktur á Alþingi
  • 1565 Danakonungur staðfestir Stóradóm
  • 1568 Arngrímur lærði Jónsson fæðist
  • 1569 Christoffer Valkendorf skipaður höfuðsmaður á Íslandi
  • 1570 Johann Bockholt verður hirðstjóri á Íslandi
  • 1571 Guðbrandur Þorláksson vígður Hólabiskup
  • 1574 Fermingar teknar upp á Íslandi
  • 1576 Fyrsta íslenska almanakið prentað
  • 1578 Fyrsta prentun Jónsbókar
  • 1579 Hansakaupmenn fá fyrsta verlunarleyfið
  • 1580 Gos hefst í Kötlu
  • 1581 Mikill jarðskjálfti ríður yfir Suðurland
  • 1584 Guðbrandsbiblía prentuð
  • 1585 Guðbrandur Þorláksson lætur gera Íslandskort
  • 1586 Reistur skans í Vestmannaeyjum
  • 1588 Lauritz Tygesen Kruse verður höfuðsmaður á Íslandi
  • 1589 Oddur Einarsson veður Skálholtsbiskup
  • 1590 Fyrstu konunni drekkt í Drekkingarhyl
  • 1593 Rit Arngríms lærða, Brevis commentarius de Islandia, kemur út í Kaupmannahöfn
  • 1595 Brostrup Giedde verður hirðstjóri á Íslandi
  • 1596 Axlar-Björn líflátinn á Laugarbrekkuþingi
  • 1597 Eldgos hefst í Heklu
  • 1598 Eldgos hefst í Grímsvötnum
  • 1599 Guðsorðabókin Eintal sálarinnar kemur út

17. öldin

  • 1602 Íslandsverslun leigð til tólf ára
  • 1605 Rit Jóns Egilssonar um Skálholtsbiskupa kemur út
  • 1607 Furðurit um Ísland kemur út á latínu
  • 1609 Arngrímur lærði gefur út varnarrit fyrir Ísland á latínu
  • 1614 Enskir víkingar fara með ofbeldi og ránum í Vestmannaeyjum
  • 1615 Rúmlega 30 Spánverjar drepnir á Vestfjörðum
  • 1617 Mannskæð bólusótt berst til landsins
  • 1619 Gos hefst í Heklu
  • 1620 Guðbrandur biskup dæmdur á Öxarárþingi
  • 1624 Dómkirkjan á Hólum fýkur í ofviðri
  • 1625 Gos hefst í Kötlu
  • ------ Maður brenndur fyrir galdra í Svarfaðardal
  • 1627 Ræningjar frá Algeirsborg herja á Austurland, Grindavík og Vestmannaeyjar
  • ------ Guðbrandur biskup Þorláksson andast
  • 1628 Fyrstu Íslendingarnir koma til baka frá Algeirsborg
  • 1630 Skálholtsstaður brennur til kaldra kola
  • ------ Miklir jarðskjálftar á Suðurlandi
  • ------ Oddur biskup Einarsson andast
  • 1631 Gísli Oddsson kosinn Skálholtsbiskup
  • 1648 Sveinn skotti hengdur á Barðaströnd
  • ------ Kristján konungur IV andast
  • ------ Séra Arngrímur Jónsson andast
  • 1649 Hinrik Bjálki skipaður höfuðsmaður (hirðstjóri) á Íslandi
  • 1651 Brynjólfur biskup lætur byggja dómkirkju í Skálholti
  • 1653 Háeyrarflóðið
  • 1654 Þrír menn brenndir á báli fyrir galdra í Trékyllisvík
  • 1656 Þorlákur biskup Skúlason á Hólum andast
  • ------ Kirkjubólsmálið
  • 1660 Gos hefst í Kötlu
  • 1661 Ragnheiður Brynjólfsdóttir sver fyrir mök við karlmenn
  • 1662 Ragnheiður Brynjólfsdóttir elur barn hennar og Daða Halldórssonar
  • ------ Kópavogsfundurinn
  • 1663 Ragnheiður Brynjólfdóttir andast
  • 1665 Snorra-Edda kemur út í fyrsta skipti á prenti
  • ------ Fyrsta dauðfallið vegna plágunnar miklu skráð í London
  • 1667 Hollenskt Indíafar (gullskipið) strandar á Skeiðarársandi
  • 1669 Hansasambandið heldur sinn síðasta fund
  • 1670 Kristján V konungur Íslands og Danmerkur
  • 1674 Séra Hallgrímur Pétursson andast
  • ------ Páll Björnsson prófastur skrifar bókin Kennimark kölska.
  • 1675 Brynjólfur biskup Sveinsson andast
  • 1677 Grenjadals-Tobbi brenndur fyrir að eiga galdrakver
  • 1682 Tyrkja-Gudda (Guðríður Símonardóttir) andast
  • 1683 Síðasta galdrabrennan (á Langadalsströnd)
  • 1684 Gísli biskup Þorláksson andast
  • ------ Jón Hreggviðsson dæmdur til dauða fyrir morð á Sigurði Snorrasyni böðli
  • 1685 Prentsmiðjan á Hólum flutt í Skálholt
  • 1686 Konungsbréf bannar aftökur fyrir galdra
  • 1688 Landnáma prentuð í fyrsta sinn í Skálholti
  • 1693 Heklugos hefst

18. öldin

  • 1703 Fyrsta manntal á Íslandi tekið
  • 1704 Síðasta aftaka Kópavogsþing (sjá færsluna Hjónadysjar)
  • 1707 Bólusótt (Stórabóla) berst til landins og drepur 18000 manns
  • ------  Oddur Sigurðsson skipaður varalögmaður norðan og vestan
  • 1708 Jón Magnússon bannar Jörfagleði (sjá færsluna Jörfi)
  • ------  Oddur Sigurðsson skipaður fulltrúi Stiftamtsmanns á Íslandi (ásamt Páli Beyer)
  • 1714 Oddur Sigurðsson tekur við lögmannsembættinu af Lauritz (Lárusi) Gottrup
  • 1717 Eldgos hefst í Kverkfjöllum
  • 1720 Jón biskup Vídalín andast við Hallbjarnarvörður
  • 1724 Eldgos hefst í Mývatnssveit
  • 1726 Eggert Ólafsson fæðist
  • 1727 Gos hefst í Öræfajökli
  • 1728 Stór hluti Kaupmannahafnar brennur
  • 1730 Árni Magnússon handritasafnari andast
  • 1735 Krafist er af prestum að þeir haldi prestþjónustubækur (kirkjubækur)
  • 1741 Oddur Sigurðsson frv. lögmaður andast að Leiru í Borgarfirði
  • 1751 Hutafélag um viðreisn íslensks efnahags stofnað á Þingvöllum
  • ------ Bygging tauvefstofu "Innréttinganna" hefst
  • 1752 Innréttingarnar fá mikinn fjárstuðning frá Danmörku
  • 1754 Viðeyjarstofa byggð að frumkvæði Skúla fógeta
  • ------ Finnur Jónsson vígður biskup í Skálholti
  • 1755 Gos í Kötlu hefst
  • ------ Gísli Magnússon verður biskup á Hólum
  • 1757 Hörmangarar afsala sér Íslandsverslun
  • 1759 Bjarni Pálsson lýkur fyrstur Íslendinga læknaprófi
  • 1760 Landlæknisembætti stofnað á Íslandi
  • ------ Séra Björn í Sauðlauksdal hefur kartöflurækt
  • ------ Fjárkláði veldur miklu tjóni hér á landi
  • 1761 Bygging Nesstofu hefst
  • 1762 Fjalla-Eyvindur og Halla handtekin á Ströndum
  • ------ Síðasta aftaka fyrir sifjaspell samkvæmt Stóradómi
  • 1763 Ný dómkirkja vígð á Hólum í Hjaltadal
  • 1764 Innréttingarnar seldar
  • 1765 Arnes Pálsson dæmdur í ævilanga þrælkun
  • 1766 Gos hefst í Heklu
  • ------  Friðrik V Danakonungur andast
  • ------  Magnús Gíslason amtmaður andast
  • ------  Bessastaðastofa tekin í noktun
  • 1767 Eggert Ólafsson kvænist Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Ingjaldshóli
  • ------  Byggingu Nesstofu lýkur
  • 1768 Eggert Ólafsson drukknar á Breiðafirði
  • ------ Jón Eiríksson gefur út rit um viðreisn Íslands
  • ------ Rannveig Egilsdóttir lýkur fyrst íslenskra kvenna ljósmóðurprófi
  • 1769 Íslendingar taldir 46201
  • ------ Jón Espólín fæðist
  • 1770 Landsnefnd (hin fyrri) um viðreisn Íslands stofnuð
  • ------ Byggingu typtunarhúss (tugthúss) á Arnarhóli lýkur
  • 1772 Fjalla-Eyvindur og Halla handtekin á Sprengisandi
  • 1773 Prentsmiða stofnuð í Hrappsey
  • 1778 Sjálfsvíg Miklabæjar-Sólveigar
  • 1780 Ferðabók Ólafs Olaviusar kemur út
  • ------ Reynistaðabræður verða úti á Kili
  • ------ Fyrsta íslenska barnabókin kemur út
  • 1781 Póstskip ferst með allri áhöfn við Ölfusárósa
  • ------ Björn í Sauðlauksdal gefur út bókina Grasnytjar
  • 1783 Gos hefst í Lakagígum
  • 1784 Miklir jarðskjálftar á Suðurlandi leggja Skálholt í rúst
  • 1785 Bólusótt berst til landsins
  • ------ Hannes Finnson verður biskup í Skálholti
  • 1786 Einokunarverslun Dana  aflétt
  • ------ Séra Oddur á Miklabæ hverfur
  • ------ Hólavallaskóli vígður
  • ------ Reykjvík fær kaupstaðaréttindi
  • 1787 Jón Eiríksson konferensráð andast
  • 1789 Jarðskjálftahrina á Suðurlandi
  • ------  Sigurður Stefánson verður biskup á Hólum
  • ------  Síðasta aftakan í Skagafirði og næstsíðasta aftakan á Íslandi
  • 1790 Ólafur Stefánsson verður fyrsti íslenski stiftamtmaðurinn
  • 1791 Fyrsti næturvörðurinn í Reykjavík skipaður
  • ------  Hið norðlenska lestrarfélag stofnað (undanfari Amtbókasafnsins)
  • 1792 Natan Ketilsson fæðist
  • 1794 Hið íslenska landsuppfræðingafélag stofnað
  • ------ Skúli Magnússon fógeti andast
  • 1795 Vatnsenda-Rósa fæðist
  • ------ Mikill bruni í Kaupmannahöfn
  • 1796 Dómkirkjan í Reykjavík vígð
  • ------ Fyrsta íslenska leiksýningin sett upp í Hólavallaskóla
  • 1797 Eldgos í Grímsvötnum
  • ------ Geir Vídalín vígður Skálholtsbiskup
  • ------ Árni Magnússon frá Geitastekk snýr heim eftir 44 ára flakk um heiminn
  • 1798 Síðasti fundur Alþingis á Þingvöllum
  • ------ Sigurður Breiðfjörð rímnaskáld fæðist
  • 1799 Básendaflóðið

19. öldin

  • 1800 Einfalt matreiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjur kemur út
  • 1801 Manntal tekið. Íslendingar tæplega 48 þúsund.
  • ------  Hólastóll lagður niður
  • ------  Landsyfirréttur tekur við hlutverki Lögréttu
  • 1802 Morðin á Sjöundá
  • ------  Tómthúsbýlið Skuggi reist í Reykjavík
  • 1803 Reykjavík fær eigin bæjarfógeta
  • ------  Konungur staðfestir dauðadóm yfir Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur
  • ------  Magnús Ketilsson sýslumaður deyr
  • ------  Ullarverksmiðjurnar í Aðalstræti lagðar niður
  • 1804 Tómas Klog skipaður landlæknir
  • 1805 Latínuskólinn flyst til Bessastaða
  • 1807 Tómas Sæmundsson Fjölnismaður fæðist
  • ------  Jónas Hallgrímsson skáld og Fjölnismaður fæðist
  • 1808 Konráð Gíslason Fjölnismaður fæðist
  • ------ Jón Espólín fæðist
  • 1810 Brynjólfur Pétursson Fjölnismaður fæðist
  • 1811 Jón Sigurðsson fæðist á Hrafnseyri
  • 1812 Sektir fyrir barneignir ógifts fólks aflagðar
  • 1815 Ríkisbankadalur verður gjaldmiðill á Íslandi
  • ------  Hið íslenska biblíufélag stofnað
  • 1816 Manntal tekið
  • ------  Hið islenska bókmenntafélag stofnað
  • ------  Eldgos í Grímsvötnum
  • ------  Oddur Hjaltalín settur landlæknir
  • 1820 Langefortov (steinstétt) sett í Austurstræti
  • ------ Jón Thorstensen verður landlæknir
  • 1821 Eldgos í Eyjafjallajökli
  • ------  Fyrsta bindi af Árbókum Espólíns kemur út
  • 1823 Eldgos í Vatnajökli
  • 1826 Jón Borgfirðingur fæðist
  • ------  Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal fæðist
  • ------  Benedikt Sveinsson fæðist
  • 1827 Skírnir kemur út
  • 1828 Morðin á Illugastöðum
  • 1829 Þrír þjófar hýddir opinberlega á Austurvelli af böðli bæjarins
  • 1830 Síðasta aftakan á Íslandi fer fram í Vatnsdalshólum
  • 1829 Arngrímu málari fæðist
  • 1833 Sigurður Guðmundsson málari fæðist
  • 1835 Tímaritið Fjölnir hefur göngu sína
  • ------  Matthías Jochumsson fæðist
  • 1838 Harðir jarðskjálftar á Suður- og Norðurandi.
  • ------  Hólavallakirkjugarður tekinn í notkun
  • 1840 Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur fæðist
  • 1841 Tilskipun um flutning Latínuskólans til Reyjavíkur
  • 1844 90 hús talin í Reykjavík
  • ------ Síðustu Geirfuglarnir veiddir í Eldey
  • ------ Símon Dalaskáld fæðist
  • 1845 Endurreist Alþingi heldur fyrsta fund sinn í húsi Lærða skólans
  • ------  Heklugos hefst
  • ------  Jónas Hallgrímsson skáld deyr
  • 1846 Lærði skólinn í Reykjavík vígður
  • ------  Bein Reynistaðabræðra finnast
  • ------  Björn Jónsson ráðherra fæðist
  • ------  Reykjavíkurpósturinn hefur göngu sína
  • 1849 Fyrsta fæðingarheimili á Íslandi opnar í Vestmannaeyjum
  • 1850 Fyrstu erfðalögin taka gildi
  • ------  Skáldsagan Piltur og stúlka kemur út
  • 1851 Þjóðfundurinn í sal Lærða skólans í Reykjavík
  • 1852 Sveinbjörn Egilsson rektor andast
  • 1855 Prentfrelsi leitt í lög
  • ------  Verslunareinokun á Íslandi aflétt
  • ------ Fjárkláði berst til landins í annað skiptið
  • 1856 Biskupssetrið flutt úr Laugarnesi
  • ------  Jónas frá Hrafnagili fæðist
  • ------  Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæðist
  • ------  Elín Briem fæðist
  • 1857 Gerð krafa um íslenskukunnáttu danskra embættismanna
  • ------  Fyrst hópur mórmóna flytur til Vesturheims
  • ------  Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum fæðist
  • ------  Jón Sveinsson rithöfundur fæðist
  • 1858 Gufuskipasiglingar til Íslands hefjast
  • 1861 Hannes Hafstein fæðist
  • 1862 Barnaskóli Reyjavíkur tekur til starfa
  • 1864 Efnt var til samskota í Reykavík til þess að koma upp sjúkrahúsi
  • 1868 Kumlateigur fannst við Hafurbjarnarstaði á Reykjanesi
  • ------  Fyrsti sparisjóðurinn stofnaður á Seyðisfirði
  • ------  Jón Thoroddssen skáld andast
  • 1872 Fyrsti landritarinn skipaður
  • ------ Konungleg póststofa sett á fót í Reykjavík
  • ------ Sparisjóður Reykjavíkur stofnaður
  • ------ Blaðið Göngu-Hróflur hefur göngu sína
  • 1873 Hilmar Finsen tekur við starfi landshöfðingja
  • ------ Fyrstu íslensku frímerkin gefin út
  • ------ Blaðið Víkverji stofnað
  • 1874 "Svellaveturinn mikli"
  • ------ Íslendingar fagna 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar
  • ------ Kristján IX  færir Íslendingum fyrstu stjórnarskrána
  • ------ Sigurður Guðmundsson málari andast
  • ------ Jón Árnason tekur við forngripasafninu
  • ------  Alþýðubókin eftir Þórarinn Böðvarsson í Görðum kemur út
  • 1876 Fyrsta götulýsingin í Reykjavík (við brúna í Bankastræti)
  • ------  Eldgos í Vatnajökli
  • ------ Læknaskólinn tekur til starfa
  • ------  Fyrsta ljóðabók eftir íslenska konu, Júlíönu Jónsdóttur, kemur út
  • ------  Íslenska krónan tekin í gildi
  • ------  Skáldsagan Maður og kona kemur út
  • ------  Lúðrafélag Reykjavíkur stofnað
  • ------  Ásgrímur Jónsson listmálari fæðist
  • ------ Sigfús Eymundsson opnar ljósmyndastofu
  • 1877 Ísafoldarprentsmiðja stofnsett
  • ------  Fyrstu kvennaskólarnir á Íslandi stofnaðir
  • 1878 Síre Ottesen andast
  • 1879 Jón Sigurðsson andast
  • 1880 Útför Jóns Sigurðssonar og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur
  • ------  Hornsteinn lagður að Alþingisshúsinu við Kirkjustræti
  • ------  Möðruvallaskóli stofnaður
  • ------  Bændaskólinn í Ólafsdal stofnaður
  • 1881 Sveinn Björnsson forseti fæðist
  • 1883 Gestur Pálsson gefur út Suðra
  • 1885 Mannskætt snjóflóð á Seyðisfirði
  • ------ Jóhannes Kjarval fæðist
  • 1886 Magnús Stephensen verður landshöfðingi
  • ------  Stórstúka Íslands stofnuð
  • ------  Landsbanki Íslands stofnaður
  • ------  Sigurður Nordal fæðist
  • ------ Útgáfa 5, 10 og 50 króna seðla hefst
  • 1887 Eitt mesta hafísár við Íslandsstrendur
  • ------  Síðasti torbærinn í Kvosinni, Lækjarkot, rifið.
  • 1888 Fyrstu bæjarstjórnarkosningar á Íslandi með þátttöku kvenna
  • ------  Þórbergur Þórðarson skáld fæðist
  • 1889 Gunnar Gunnarsson skáld fæðist
  • 1891 Verslunarmannafélag Reykjavíkur stofnað
  • ------  Ölfusárbrú vígð
  • ------  Stýrimannaskólinn í Reykjavík tekur til starfa
  • ------  Muggur fæðist
  • 1892 Ólafur Thors fæðist
  • ------  Héðinn Valdimarsson fæðist
  • ------  Loftur Guðmundsson ljósmyndari fæðist
  • 1894 Hið íslenska kvenfélag stofnað
  • -----   Sjómannafélagið Bára stofnað
  • 1896 1300 bæir skemmast í Suðurlandsskjálfta
  • 1897 Leikfélag Reykjavíkur stofnað
  • ------  Prentarafélag Íslands stofnað
  • 1899 Fótboltafélag Reykjavíkur stofnað
  • ------ Jón Leifs fæðist
  • ------ Jóhannes úr Kötlum fæðist

20. öldin

  • 1900 Karl Ottó Runólfsson tónskáld fæðist
  • 1901 Þjóðhátíð haldin í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum
  • ------  Tómas Guðmundsson skáld fæðist
  • ------  Kristmann Guðmundsson skáld fæðist
  • 1902 Sambandskaupfélag Þingeyinga stofnað
  • ------  Fyrst íslenski vélbáturinn verður til
  • ------  Landakotsspítali reistur
  • ------  Franski spítalinn við Lindargötu reistur
  • ------  Halldór Laxness fæðist
  • ------  Tryggvi Emilsson rithöfundur fæðist
  • ------  Einar Olgeirsson ritstjóri fæðist
  • ------  Emil Jónsson forsætisráðherra fæðist
  • 1903 Húsið Glasgow brennur til kaldra kola
  • ------  Knattspyrnufélag Vestmannaeyja stofnað
  • 1904 Bannað að reisa torfbæi í Reykjavík
  • ------ Hannes Hafstein verður ráðherra
  • ------ Íslandsbanki (gamli) tekur til starfa
  • ------ Fyrsti bíllinn kemur til landsins
  • ------ Trésmiðjan Völdundur stofnuð
  • ------ Prentsmiðjan Gutenberg stofnuð
  • ------ Iðnskólinn í Reykjavík tekur til starfa
  • ------ Gunnlaugur Scheving listmálari fæðist
  • ------ Guðmundur Böðvarsson skáld fæðist
  • 1905 Verzlunarskóli Íslands stofnaður
  • 1906 Verkamannafélagið Dagsbrún stofnað
  • ------ Ingvarsslysið
  • ------ Landsími Íslands tekur til starfa
  • ------ Eysteinn Jónsson ráðherra fæðist
  • ------ Friðrik VIII verður konungur
  • ------ Reglulegar kvikmyndasýningar hefjast í Reykjavík
  • 1907 Kvenréttindafélag Íslands stofnað
  • ------  Heimsókn Friðriks VIII
  • ------  Ný fræðslulög sett
  • ------  Ungmennafélag Íslands stofnað
  • ------  Giftar konur verða kjörgengnar til sveitarstjórnar í Reykjavík
  • ------  Sjálfstæðisflokkur (eldri) stofnaður
  • ------  Kleppsspítali tekur til starfa
  • 1908 Fyrstu leynilegu Alþingiskosningarnar haldnar
  • ------  Bjarni Benediktsson fæðist
  • ------  Þjóðaratkvæðagreiðsla um áfengisbann
  • 1909 Vatnsveita Reykjavíkur tekur til starfa
  • 1910 Öflugur jarðskjálfti í Öxarfirði
  • ------  Gasstöð Reykjavíkur tekur til starfa
  • ------  Heilsuhælið á Vífilsstöðum opnar
  • ------  Dagblaðið Vísir hefur göngu sína
  • 1911 Háskóli Íslands stofnaður
  • 1912 Stór jarðskjálfti á Suðurlandi
  • ------  Jón Borgfirðingur deyr
  • ------  Björn Jónsson deyr
  • ------  Friðrik VIII deyr
  • ------  12 hús brunnu á Akureyri
  • 1913 Einar Pétursson flaggar bláhvíta fánanum í Reykjavíkurhöfn
  • ------  Morgunblaðið hefur göngu sína
  • 1914 Sigurður Eggerz verður Íslandsráðherra
  • ------  Knud Zimsen kjörinn borgarstjóri
  • ------  Eimskipafélag Íslands stofnað
  • ------  Verkamannafélagið Framsókn stofnað
  • 1915 Áfengisbann lögleitt
  • ------ 12 hús brenna í miðbæ Reykjavíkur
  • ------ Íslenskar konur frá kosningarétt
  • ------ Jóhann Hafstein forsætisráðherra fæðist
  • 1916 Alþýðuflokkurinn stofnaður
  • ------ Framsóknarflokkurinn stofnaður
  • ------ Konur kjósa í Alþingiskosningum í fyrsta sinn
  • ------ Alþingiskosningar
  • ------ Kristján Eldjárn fæðist
  • ------ Skúli Thoroddsen deyr
  • 1918 Frostaveturinn mikli
  • ------ Ísland verður fullvalda ríki
  • ------ Spánska veikin berst til landsins
  • ------ Gos hefst í Kötlu
  • 1919 Ljósmæðrafélag Íslands stofnað
  • ------  Fyrsta flug á Íslandi
  • ------ Barn náttúrunnar kemur út
  • ------ Alþýðublaðið hefur göngu sina
  • ------ Félag íslenskra hjúkrunarkvenna stofnað
  • ------ Landsyfirréttur lagðu niður og Hæstiréttur stofnaður
  • ------ Saga Borgarættarinnar kvikmynduð
  • 1920 Veðurstofa Íslands tekur til starfa
  • ------ Guðjón Samúelsson skipaður húsameistari ríkisins
  • 1922 Ingibjörg H. Bjarnason kosin á þing fyrst íslenskra kvenna
  • ------ Vinna hefst við Flóaáveitu
  • ------ Hannes Hafstein andast
  • ------ Gos í Grímsvötnum
  • 1923 Alþýðubókasafn Reykjavikur tekur til starfa
  • ------ 1. maí kröfugangan fer fram í fyrsta sinn
  • 1924 Bréf til Láru kemur út
  • 1926 Fyrsta útvarpsstöðin hefur göngu sína
  • ------  Björk K. Þorláksdóttir ver doktorsritgerð við sorbonne háskóla
  • ------ Jón Þorláksson verður forsætisráðherra
  • 1927 Ferðafélag Íslands stofnað
  • 1928 Slysavarnarfélag Íslands stofnað
  • 1930 Búnaðarbanki Íslands tekur til starfa
  • ------ Hotel Borg opnar
  • ------ Alþingishátíðin á Þingvöllum
  • ------ Kvenfélagasamband Íslands stofnað
  • ------ Ríkisútvarpið tekur til starfa
  • ------ Vigdís Finnbogadótti fæðist
  • ------ Kommúnistaflokkur Íslands stofnaður í Fjalakettinum
  • 1931 Alþingiskosningar
  • -----   Eimskipafélag Reykjavíkur stofnað
  • ------  SPRON stofnað
  • ------  Gúttóslagurinn
  • 1933 Alþingiskosningar
  • 1934 Dalvíkurskjálftinn
  • ------  Alþingiskosningar
  • -----   Jónas frá Hriflu verður formaður Framsóknarflokksins
  • 1937 Alþingiskosningar
  • 1938 Tímarit Máls og menningar stofnað
  • ------  Guðrún Lárusdóttir þingmaður drukkna í Tungufljóti
  • ------  Tímaritið VIkan hefur göngu sína
  • ------  Sameiningarflokkur alþýður - Sósíalistaflokkurinn stofnaður
  • ------  Mæðiveikisgirðingar setta upp
  • 1940 Einar Benediktsson grafinn í Þjóðargrafreitnum á Þingvöllum
  • ------  Bretar hernema Íslands
  • ------  Þórbergur Þórðarson gefur út Ofvitann
  • ------  Bríet Bjarnhéðinsdóttir andast
  • ------  Aðalbygging Háskóla Íslands vígð
  • 1942 BSRB stofnað
  • ------ Fyrsta ríkisstjórn Ólafs Thors mynduð
  • ------ Coka-cola stjórnin tekur við völdum
  • ------ Bókaútgáfan Helgafell stofnuð
  • 1943 Ólafur Ragnar Grímsson fæðist
  • 1944 Ísland lýsir yfir sjálfstæði frá Danmörku
  • ------ Sveinn Börnsson kjörinn fyrsti forseti landsins
  • 1945 Jóhannes Kjarval opnar málverkasýningu í Listamannaskálanum
  • ------ Verzlunarskólinn útskrifar fyrstu stúdentana
  • 1946 Alþingiskosningar
  • 1947 Gos í Heklu
  • ------ 25 manns farast í flugslysi í Héðinsfirði
  • ------ Stytta af Snorra Sturlusyni afhjúpuð í Reykholti
  • ------ Haukur Clausen verður Norðurlandameistari í 200 metra hlaupi
  • ------ Breski togarinn Dhoon ferst við Látrabjarg
  • 1949 Fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd frumsýnd
  • ------ Átök á Austurvelli vegna ingöngu Íslands í NATO
  • ------ Alþingiskosningar
  • 1950 Þjóðleikhúsið tekur til starfa
  • -----   Nýr Gullfoss kemur til landsins
  • 1952 Sveinn Björnsson andast
  • 1953 Alþingiskosningar
  • 1955 Halldór Laxness hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum
  • 1956 Alþingiskosningar
  • 1957 Fyrstu stöðumælarnir settir upp í Reykjavík
  • ------  Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness kemur út
  • 1958 Fiskveiðilögsagan færð út í 12 mílur og þorskastríð hefst
  • ------ BHM stofnað
  • ------ Ríkisstjórn Emils Jónssonar tekur við völdum
  • 1959 Alþingiskosningar samkvæmt nýrri kjördæmaskipun
  • ------ Viðreisnarstjórnin tekur við völdum
  • 1960 Fyrsta Keflavíkurganga hernámsandstæðinga
  • 1961 Bjarni Benediktsson verður formaður Sjálfstæðisflokksins
  • ------ Gos í Öskju
  • 1963 Alþingiskosningar
  • ------ Surtsey ris úr sjó
  • ------ Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra
  • 1966 Fyrsta íslenska sjónvarpsútsendingin
  • 1967 Þrjú hús brenna á horni Vonarstrætis og Lækjargötu
  • ------ Fyrsta íslenska sjónvarpsleikritið frumsýnt
  • ------ Alþingiskosningar
  • ------ 14-2 tap fyrir Dönum í knattspyrnu
  • ------ Flatey á Skjálfanda ferð í eyði
  • ------ Fyrsta Hagkaupsverslunin opnar
  • ------ Síldarkreppan hefst
  • 1968 Hægri umferð tekin upp
  • ------ Kristján Eldjárn kosin forseti
  • 1970 Ísland gengur í EFTA
  • ------ Eldgos í Heklu
  • ------ Led Zeppelin með tónleika í Laugardalshöll
  • ------ Bjarni Benediktsson ferst í eldsvoða á Þingvöllum
  • -----  Stífla í Laxá í Aðaldal sprengd í loft upp
  • ------ Menntaskólinn á Ísafirði stofnaður
  • 1971 Mesta frost í Reykjavík síðan 1918
  • ------ Landssöfnun til að kaupa uppstoppaðan geirfugl
  • ------ Fyrstu íslensku handritin koma til landsins frá Danmörku
  • ------ Viðreisnarstjórnin féll í Alþingiskosningum eftir 12 ára valdasetu
  • ------ Fyrsta ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar tekur við
  • 1972 Fiskveiðilögsagan færð í 50 mílur
  • ------  Robert Fischer sigrar Boris Spassky í skák í Laugardalshöll
  • ------  Helgi Hóseasson sletti skyrinu