Hver voru mestu níðingsverk Sturlungualdar?
Tímabilið sem gengur undir nafninu Sturlungaöld er oft talið spanna árin frá 1220 til 1262-64 þótt sumir vilja fara alveg aftur til árins 1152. Tímabilið einkennist af miklum átökum helstu höfðingja landsins en drifkraftur átakanna voru tilraunir Hákonar gamla Noregskonungs til að leggja undir sig landið. Tímbilið er kennt við eina valdamestu ætt landsins á 13. öld, Sturlunga, Sturlu Þórðarson frá Hvammi í Dölum og afkomendur hans. Aðrar valdaættir sem drógust inn í átök þessa tímabils voru Ásbirningar, Oddverjar, Haukdælir, Vatnsfirðingar og Svínfellingar. Margir voru drepnir í þessum átökum en var einhver munur á þessum drápum? Voru einhver þessara drápa öðrum verri?