Hávallagata 24 (Hamragarðar)
Hávallagata 24, öðru nafni Hamragarðar, er glæsilegt hús á horni Hávallagötu og Hofsvallagötu, teiknað af húsameistara ríksins Guðjóni Samúlessyni fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS). Húsið var heimili Jónasar Jónssonar (1885-1968) ráðherra og formanns Framsóknarflokksins, oftast kenndur við bæinn Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu. Jónas og fjölskylda hans fluttu í húsið árið 1941 og bjó Jónas þar til dauðadags.
*
Guðjón Friðriksson gaf út sögu Jónasar frá Hriflu í þremur bindum 1991-92.