Hávallagata 33 í Reykjavík

Hávallagata 33 er parhús í fúnkisstíl á horni Hávallagötu og Hofsvallagötu. Húsið var teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni og byggt árið 1936. Hér bjó Haraldur Guðmundsson  (1892-1971), ráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Haraldur var fyrsti sósíalíski ráðherrann á Íslandi í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1934-1938, stundum kölluð Stjórn hinna vinnandi stétta. Eftir að stjórnmálaferli Haraldar lauk varð hann forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og síðar sendiherra.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar