El Grillo

El Grillo er flak af 10 þúsund lesta bresku olíubirgðaskipi sem þrjár þýskar herflugvélar sökktu á Seyðisfirði þann 10. febrúar 1944. Mannbjörg varð en mikið magn af olíu og hergögnum fóru í hafið með skipinu. Allt til ársins 2006 var unnið að því að ná olíu og hergögnum upp úr flakinu og hafa yfir 500 sprengjur verið fjarlægðar úr flakinu. Fallbyssa sem hífð var upp úr flakinu er nú notuð sem minnismerki um atvikið á Seyðisfirði.

 

Ekki nákvæm staðsetning.

Skildu eftir svar