Sóttvarnarhúsið

Sóttvarnarhúsið er timburhús sem Landsjóður byggði á árunum 1903-1906 við Ánanaust 11 sem sóttvarnarhús. Á stríðsárunum var húsið notað til að vista stúlkur sem dæmdar höfðu verið fyrir samskipti við hermenn. Flestar þessara stúlkna voru síðar sendar til sveitarvistar eða á Kleppjárnsreyki. Þess saga hefur nýlega verið rifjuð upp af fræðimönnum og listamönnum t.d. í leikriti Ásdísar Thoroddsen Ástand og heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur Stúllkurnar á Kleppjárnsreykjum. Sóttvarnarhúsið var þannig fyrsta upptökuheimilið fyrir unglinga hér á landi.

 

Ítarefni

Bára Baldursdóttir: „Þær vildu fegnar skipta um þjóðerni.“ Kvennaslóðir. Reykjavík 2001.

Herdís Helgadóttir: Úr fjötrum. Íslenskar konur og erlendur her. Reykjavík 2001.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar