Stýrimannastígur 15
Stýrimannastígur 15 er elsta húsið við Stýrimannastíg, byggt árið 1899, Árið 1916 keypti norski kaupmaðurinn L. H. Müller húsið. Müller rak íþróttavöruverslun í Austurstræti 17 og var einn helsti brautryðjandi skíðaíþrótta hér á landi. Sonur hans Leifur var handtekinn af Gestapo í Noregi 1942, aðeins 22 ára gamall, að undirlagi íslensks manns, Ólafs Péturssonar. Leifur sat fyrst í fangelsi í Noregi en var árið 1943 fluttur í Sachsenhausen fangabúðirnar í Þýskalandi þar sem hann upplifiði hrylling nasismans. Eftir að stríðinu lauk gaf Leifur út bókina Í fangabúðum nazista sem vakti litla athygli þrátt fyrir, eða kannski vegna þess, að hún var ein af fyrstu þremur bókunum sem út komu í heiminum um það sem gerðist í fangabúðum nasista. Árið 1988 kom út bókin Býr Íslendingur hér sem Garðar Sverrisson skráði eftir frásögn Leifs og hlaut sú bók verðskuldaða athygli. Leifur lést árið 1988 67 ára gamall. Ólafur Pétursson fékk 20 ára dóm í Noregi fyrir alvarlega stríðsglæpi en íslensk stjórnvöld komu honum undan réttvísinni. Er þetta ekki eina dæmið um stríðsglæpamann sem íslensk stjórnvöld slógu skjaldborg um.