Trípólíbíó á Melunum

Trípólíbíó var herbraggi sem bandaríski herinn byggði við Aragötu og notaði sem samkomuhús á stríðsárunum og hét þá Tripoli Theater. Eftir stríðið fékk Tónlistarfélag Reykjavíkur braggann til afnota fyrir kvikmyndasýningar og rak þar kvikmyndahús frá árinu 1947 til ársins 1962 en þá var bragginn rifinn. Síðasta myndin sem sýnd hér var bandaríska kvikmyndin The defiant ones (Flótti í hlekkjum) með Sidney Poitier og Tony Curtis í aðalhlutverkum. Annað kvikmyndahús í Reykjavík, Hafnarbíó, var einnig starfrækt í bragga frá stríðsárunum. Það var staðsett við gatnamót Skúlagötu og Barnónsstígs og starfaði á tímabilinu 1948-1983.

 

Skildu eftir svar