Túngata 18 í Reykjavík

Fylgst með handtöku Gerlachs ræðismanns 1940.

Húsið á lóð nr. 18 við Túngötu var teiknað af Guðjóni Samúelssyni árið 1922. Árið 1940 var húsið bústaður þýska ræðismannsins dr. Werner Gerlach. Blakti þá svarti hakakrossfáninn gjarnan við hún á húsinu. Gerlach var menntaður læknir og vísindamaður sem kom til Ísland árið 1939 í þeim tilgangi að vinna gegn andþýskum áróðri í fjölmiðlum en hann var heittrúaður nasisti og persónulegur vinur Heinrich Himmlers. Þegar Bretar hernámu Ísland þann 10. maí 1940 var eitt fyrsta verk þeirra að handtaka Gerlach og fjölskyldu hans en áður hafði honum tekist að brenna mikið af gögnum ræðismannsskrifstofunnar í baðkerinu. Gerlach var látinn laus í fangaskiptum árið 1941 en hann andaðist árið 1963 eftir farsælan starfsferil frá stríðslokum. Húsið var friðað árið 1991.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com.

Skildu eftir svar