Tungustapi í Sælingsdal

Vettvangur Laxdælu

Tungustapi er stapi í Sælingsdal í Hvammsfirði sem kenndur er við bæinn Tungu [Sælingsdalstungu] þar sem hjónin Bolli Þorleiksson og Guðrún Ósvífursdóttir bjuggu eftir víg Kjartans Ólafssonar í Svínadal.

Álfadómkirkja

Það er trú manna að í stapanum sé dómkirkja álfa og biskupssetur. Í Þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar segir frá samkiptum bræðranna Arnórs og Sveins við álfana í Tungustapa sem kostuðu bræðurna lífið. Dr. Sigurður Nordal kallaði söguna „gersemi meðal þjóðsagna vorra.“

 

Skildu eftir svar