- This viðburður has passed.
Bláklædda konan
21/11/2017 @ 12:00 - 13:00
Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 12 flytja Marianne Guckelsberger og Marled Mader erindi um sýninguna Bláklædda konan. Ný rannsókn á fornu kumli.
Sýningin byggir á rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í kumli á Austurlandi.
Það sem vakti forvitni Marianne og Marled voru textílleifarnir sem fundust undir brjóstnælunum hennar. Við tæringu kopars losna málmjónir sem koma í veg fyrir að örverur brjóti niður lífræn efni og stuðla þannig að varðveislu textíls. Undir nælunum fundust leifar af hör og ull og má því draga þá ályktun að konan hafi verið klædd í síðan undirkjól eða skyrtu úr hvítum hör og í ullarkjól (skokk) utan yfir.
Fyrirlesturinn fjallar um rannsóknir þeirra og eftirgerð klæða Bláklæddu konunnar. Hann er fjórði í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins haustið 2017. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.