Hleð viðburðum

« Allir viðburðir

  • This viðburður has passed.

Englar

26/11/2019 @ 16:30 - 18:00

Jón Björnsson heldur námskeið um engla fyrir félaga í U3A Reykjavík. Námskeiðið er tvö skipti 26. nóvember og 3. desember.

Um það bils 266 milljónir engla munu vera að störfum eftir að Lúsifer hvarf af himnum ofan með sína sveit og settist að í neðra.

Í fyrra erindinu verða  kynnt stuttlega hin nokkuð rykföllnu englafræði almennt, og farið yfir uppruna, tilvist,  útlitseinkenni, helstu stéttir englanna og störf, kynhegðun og hæfileika þeirra almennt.  Í síðara erindinu munu verða raktar nokkrar safaríkar englasögur, en oft hafa þeir gripið inn í atburðarásir  á ögurstundum og ekki bara suður í Gyðingalöndum heldur allt norður í Skagafjörð.

 

Allir eru velkomnir.  Aðgangseyrir 500 kr. sem greiðist í reiðufé við innganginn

Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 16:30 þriðjudaginn 26. nóvember og 3. desember

Skráning nauðsynleg

Skrá mig hér

 

Details

Dagsetning:
26/11/2019
Tími:
16:30 - 18:00
Viðburður flokkur:
Website:
http://www.u3a.is/is/events/Englar

Venue

Hæðargarður 31
Hæðargarður 31
Reykjavík, American Samoa

Organizer

U3A
View Organizer Website