Hleð viðburðum

« Allir viðburðir

  • This viðburður has passed.

Goðheimar kannaðir

19/11/2017 @ 14:00

Goðheimar kannaðir

Sunnudaginn 19. nóvember kl. 14 les Kristín Ragna Gunnarsdóttir úr bók sinni Úlfur og Edda: Drekaaugun.

Að leiklestri loknum býðst gestum stutt leiðsögn um goðsagnatengt efni sýningarinnar Sjónarhorn. Þetta er skemmtileg sögustund fyrir forvitnar fjölskyldur.

Ókeypis aðgangur. Verið öll velkomin.

Amma Edda er stungin af, sökuð um að hafa stolið forngrip af Þjóðminjasafni Íslands. Úlfur og Edda reka slóð hennar að göngunum undir Skálholti og leita hennar í goðheimum. Þar lenda þau í miklum ævintýrum, kynnast breyskum persónum goðsagnanna og takast á við forna fjendur á leið sinni heim aftur. Höfundurinn, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, leikles úr hinni æsispennandi fjölskyldusögu; Úlfur og Edda: Drekaaugun. Hún er sjálfstætt framhald bókarinnar Úlfur og Edda: Dýrgripurinn sem var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017.
Á kaffihúsinu Julia & Julia færðu kaffi, kökur, bökur, bjór & bubbly á dásamlega gómsætu verði.

Allt er bakað á staðnum og ilmurinn úr eldhúsinu lokkar gesti og gangandi að eins og ketti að bryggju!

Details

Dagsetning:
19/11/2017
Tími:
14:00
Viðburður flokkur:

Venue

Þjóðminjasafn

Organizer

Þjóðminjasafn