Goðheimar kannaðir
Sunnudaginn 19. nóvember kl. 14 les Kristín Ragna Gunnarsdóttir úr bók sinni Úlfur og Edda: Drekaaugun.
Að leiklestri loknum býðst gestum stutt leiðsögn um goðsagnatengt efni sýningarinnar Sjónarhorn. Þetta er skemmtileg sögustund fyrir forvitnar fjölskyldur.
Ókeypis aðgangur. Verið öll velkomin. |
Amma Edda er stungin af, sökuð um að hafa stolið forngrip af Þjóðminjasafni Íslands. Úlfur og Edda reka slóð hennar að göngunum undir Skálholti og leita hennar í goðheimum. Þar lenda þau í miklum ævintýrum, kynnast breyskum persónum goðsagnanna og takast á við forna fjendur á leið sinni heim aftur. Höfundurinn, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, leikles úr hinni æsispennandi fjölskyldusögu; Úlfur og Edda: Drekaaugun. Hún er sjálfstætt framhald bókarinnar Úlfur og Edda: Dýrgripurinn sem var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. |
|
|
Á kaffihúsinu Julia & Julia færðu kaffi, kökur, bökur, bjór & bubbly á dásamlega gómsætu verði.
Allt er bakað á staðnum og ilmurinn úr eldhúsinu lokkar gesti og gangandi að eins og ketti að bryggju! |
|