Hleð viðburðum

« Allir viðburðir

  • This viðburður has passed.

Krossfestingarmynd frá 14. öld

11/05/2017 - 30/04/2018

Í Safnahúsinu er sérsýning frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar er sýndur í fyrsta sinn kjörgripur úr handritasafni Árna Magnússonar: Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld.

Á myndinni er hinn krossfesti Kristur fyrir miðju. Fyrir ofan hann er letrað á latínu: Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga. Honum á hægri hönd stendur María guðsmóðir í rauðum kyrtli með bláan höfuðdúk en hinum megin er Jóhannes lærisveinn Krists.

Skinnblaðið er hið aftasta af sjö blöðum sem enn eru varðveitt úr handriti sem skrifað var og skreytt á öðrum fjórðungi 14. aldar. Á fyrstu sex blöðunum er dagatal (ártíðaskrá) en krossfestingarmyndin hefur staðið fyrir framan Davíðssálma (saltara). Saltarinn var notaður við tíðasöng og var algengt á fyrri tíð að ártíðaskrá og saltari væru saman á einni bók. Upphaf saltarans var þá gjarnan markað með heilsíðumynd eins og þeirri sem nú verður sýnd í fyrsta sinn opinberlega.

Handritið var skrifað á Vestfjörðum, hugsanlega í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp í tíð Eiríks Sveinbjarnarsonar hirðstjóra.

Venue

Safnahúsið

Organizer

Þjóðminjasafn