- This viðburður has passed.
Leiðsögn í Árbæjarsafni
19/01/2018 @ 13:00 - 14:00
Klukkustundar leiðsögn á ensku. Leiðsögumaður fer með gesti í öll helstu hús Árbæjarsafns og segir frá sögu þeirra. Árbæjarsafn er útisafn sem var stofnað árið 1957 en auk Árbæjar eru þar yfir tuttugu hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík á 19. og 20. öld. Hvert og eitt hús geymir annaðhvort sjálfstæða sögusýningu eða þá að þar er sýnt dæmigert heimili frá ákveðnu tímabili. Á safninu má einnig sjá gamaldags verkstæði ýmiskonar þar sem sjá má dæmigerða aðstöðu, tækni og tól. Á veturna okt – maí er safnið einungis opið fyrir þessar leiðsagnir.