Hleð viðburðum

« Allir viðburðir

  • This viðburður has passed.

Málþing í minningu dr. Kristjáns Eldjárns

08/12/2017 @ 13:00 - 16:00

 

Föstudaginn 8. desember kl. 13 verður árlegt málþing Félags fornleifafræðinga haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Minjastofnun Íslands. Þema málþingsins er „Minjavarsla“ og tengist efnið þeim greinum sem birtar verða í Ólafíu, riti Félags fornleifafræðinga, á næsta ári, þ.e. fyrirlesarar munu skrifa greinar um sama efni í Ólafíu.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:
13:00 – Sólrún Inga Traustadóttir, formaður Félags fornleifafræðinga, setur málþingið
13:10 – Agnes Stefánsdóttir og Ármann Guðmundsson. „Fornleifauppgröftur og hvað svo?“
13:30 – Oddgeir Isaksen. „Minjavefsjá Minjastofnunar. Þróun, virkni og framtíðarsýn.“
13:50 – Birna Lárusdóttir og Birkir Einarsson. „Verndarsvæði á Siglufirði: rýnt í myndir, hús og malbik.“
14:10 – Guðmundur Stefán Sigurðarson. „Menningarminjar og náttúruvá.“
14:30 – Sólrún Inga Traustadóttir og Eva Kristín Dal. „Með virðingu fylgir vernd. Hvernig er hægt að auka minjavitund almennings?“
14:50 – Kaffihlé
15:10 – Pallborð – fyrirlesarar og ritnefnd Ólafíu – „Minjavarsla“
16:00 – Málþingi slitið

Útdrættir úr erindum munu birtast eftir helgi.

Allir velkomnir!

Details

Dagsetning:
08/12/2017
Tími:
13:00 - 16:00
Tök viðburðar

Venue

Þjóðminjasafn

Organizer

Minjastofnun