- This viðburður has passed.
Miðaldadagar að Gásum
14/07/2017 - 16/07/2017
Líf og starf fólks í Gásakaupstað miðalda er endurvakið á Miðaldadögum sem haldnir eru um miðjan júlí ár hvert. Kaupstaðurinn iðar af lífi og starfi miðaldafólks með fjölbreyttustu viðfangsefni. Iðnaðarmenn með brennisteinshreinsun, tré- og járnsmíðar, útskurð, leirgerð og viðgerðir á nytjahlutum. Bogar og örvar eru smíðaðir. Knattleikur er iðkaður af miklu kappi. Gestir kynnast vígfimum Sturlungum og vígamönnum í för erlendra kaupmanna og er fátt eitt upptalið.