- This viðburður has passed.
Stöðutákn og skaðræðistól – Víkingaaldarsverð á Íslandi
08/11/2017 @ 12:00 - 13:00
Þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 12 flytur Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur og sérfræðingur Þjóðminjasafns Íslands, erindi um víkingaaldarsverð á Íslandi.
Ármann fjallar um víkingaaldarsverð sem fundist hafa á Íslandi. Hann segir frá fundarsamhengi þeirra og fjölda, hvernig og hvar þau voru gerð og hvernig þau geta upplýst okkur um samfélög fortíðar.
Í fyrirlestrinum fer Ármann líka yfir það ferli sem á sér stað þegar jarðfundnir gripir eins og sverð berast safninu og hvaða tækifæri liggja í rannsókn þeirra og miðlun.
Fyrirlesturinn hefst kl.12 og er í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
Hér má sjá fyrirlesturinn á netinu.