Hleð viðburðum

« Allir viðburðir

  • This viðburður has passed.

Tvær sýningar í Árbæjarsafni

19/11/2019 @ 15:00 - 18:00

Í Árbæjarsafni verða sýningarnar Neyslan og Hjúkrun í 100 ár heimsóttar með leiðsögn safnvarðar.

Neyzlan – Reykjavík á 20. öld

Tuttugasta öldin var tími mikilla breytinga. Þá urðu heimssögulegir atburðir sem höfðu áhrif á samfélög um allan heim og réðu miklu um daglegt líf fólks. Á Íslandi þróaðist samfélagið frá sjálfsþurftarbúskap til tæknivædds markaðsbúskapar á nokkrum áratugum. Tæknileg og efnahagsleg þróun gjörbreytti híbýla- og lifnaðarháttum alls þorra fólks.

Hjúkrun í 100 ár

Sýningin Hjúkrun í 100 ár segir sögu hjúkrunar í samhengi við breytingar á stöðu kynjanna og þróunar í tækni og vísindum. Sagan hefst í Reykjavík í byrjun 20. aldar og endar á deginum í dag. Um leið er vöngum velt yfir því hvert er stefnt. Hvernig hjúkrunarstarfið mun breytast? Getum við lært af sögunni? Getur strákur verið hjúkrunarfræðingur?

 

Staður og stund: Árbæjarsafn,  kl. 15:00 þriðjudaginn 19. nóvember

Þátttaka er takmörkuð við 30 manns. Enginn aðgangseyrir.

Skráning nauðsynleg

Skrá mig hér

 

Details

Dagsetning:
19/11/2019
Tími:
15:00 - 18:00
Viðburður flokkur:
Website:
http://www.u3a.is/is/events/Tvaer-syningar-i-Arbaejarsafni

Venue

Árbæjarsafn

Organizer

U3A
View Organizer Website