Breiðavík á Vestfjörðum
Breiðavík er allmikil vík og samnefnd jörð og kirkjustaður á sunnanverðum Vestfjörðum milli Látravíkur og Kollsvíkur .
Vistheimili fyrir drengi 1952-1979
Á árunum 1952 til 1979 rak íslenska ríkið hér vistheimili fyrir drengi. Málefni heimilisins komust í hámæli í kjölfar sjónvarpsþáttar þann 6. febrúar 2007 þar sem því var haldið fram að drengirnir á heimilinu hefðu verið beittir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Í apríl 2007 skipaði forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, nefnd til að rannsaka starfsemi heimilisins á árunum 1952 til 1979. Nefndin skilaði skýrslu þann 31. janúar 2008. Þrátt fyrir ítarlega lögfræðilega fyrirvara var litið svo á að skýrslan staðfesti margt af því sem vistmenn höfðu haldið fram. Árið 2010 samþykkti Alþingi lög um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum og heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007.
Saga úr Hafnarfirði
Konráð Ragnarsson, 10 ára gamall drengur úr Hafnarfirði, var sendur til Breiðavíkur samkvæmt ákvörðun barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar fyrir hnupl. Konráð bjó ásamt systur og tveimur yngri bræðrum hjá einstæðri móður sinni sem að eigin sögn hvorki drakk né reykti og varði öllum sínum frítíma heima. Eftir, að því sem virðist ólöglega húsleit á heimilinu, var Konráð tekinn frá móður sinni og sendur til Breiðavíkur. Í eitt og hálft ár upplifði Konráð mikinn ótta, einmannakennd og hjálparleysi. Þessi reynsla, ásamt því að þurfa stöðugt að horfa upp á ofbeldi gagnvart öðrum drengjum á heimilinu, gerði hann að eigin sögn reiðan og illa hæfan til að aðlagast þegar heim kom. Í viðtali við móður Konráðs frá 2007 kemur fram að hún muni aldrei fyrirgefa því fólki sem á svo miskunnarlausan hátt tók barnið frá henni.