Category: Trúarbragðasaga

Tómthúsið Kastalinn í Vestmannaeyjum

Fyrstu mormónarnir Hjónin Benedikt Hannesson og Ragnhildur Stefánsdóttir bjuggu í tómthúsinu Kastala um miðja 19. öld. Benedikt og Ragnhildur voru þau fyrstu sem skírð voru til mormónatrúar í Eyjum árið 1851, af Þórarni Hafliðasyni,...

Þorlaugargerði í Vestmannaeyjum

Mormónabæli Í Þorlaugargerði bjó Loftur Jónsson um miðja 19. öldina. Hann var mikilsvirtur borgari í Eyjum, m.a. meðhjálpari Brynjólfs Jónssonar prests, nágranna síns á Ofanleiti. Loftur tók mormónatrú árið 1851 í kjölfar þess að...

Litla-Langa í Vestmannaeyjum

Svo er sandbrekkan nefnd vestan Kleifnabergs í Heimakletti, sem aðskilur hana frá annarri stærri austan bergsins, Löngu eða Stóru- Löngu.  Heimildir eru um beinafundi á þessum slóðum. Aagaard, sem var sýslumaður í Eyjum á...

Þingholtsstræti 17

Heimili Þorsteins Gíslasonar ritstjóra Á þessari lóð stendur timburhús sem byggt var árið 1882. Árið 1905 fluttu hjónin Þorsteinn Gíslason (1867-1938) ritstjóri og skáld og eiginkona hans Þórunn Pálsdóttir (1877-1966) í húsið. Segja má að...

Staður í Súgandafirði

Staður er bújörð og forn kirkjustaður í Staðardal í Súgandafirði. Talið er að fyrsta kirkjan hafi verið reist í Staðardal um 1100 en elsti máldagi kirkju á Stað sem varðveistu hefur er frá árinu...

Breiðabólsstaður í Fljótshlíð

Breiðabólsstaður er bær og kirkjustaður í Fljótshlíð. Hér bjó Ormur Jónsson sem jafnan var kenndur var við staðinn og kallaður Ormur Breiðbælingur. Ormur var sonur Jóns Loftssonar í Odda. Eftir lát Orms bjó Hallveig...

Betania í Vestmannaeyjum

Betania, kirkja aðventista, stendur við Brekastíg 17. Kirkjan var byggð árið 1925, en þá hafði söfnuður aðventista verið formlega stofnaður ári áður. Norskur trúboði, O.J.Olsen, hafði komið til Eyja 1922 og boðskapur hans náð...

Spóastaðir í Biskupstungum

Spóastaðir eru bær í Biskupstungum skammt frá Skálholti. Staðurinn er einkum þekktur fyrir það að biskupnum í Skálholti, hinum danska Jóni Gerrekssyni, var drekkt í Brúará í landi Spóastaða þann 20. júlí 1433. Jón...

Búðardalur á Skarðsströnd

Búðardalur er bær og fyrrum kirkjustaður á Skarðsströnd í Dalasýslu sem oft er getið í Sturlungu. Samkvæmt Landnámu bjó hinn konungborni landnámsmaður Geirmundur heljarskinn hér fyrsta vetur sinn á Íslandi. Kirkjan í Búðardal var...

Víkurgarður

Víkurgarður, einnig þekktur sem Fógetagarðurinn, er almenningsgarður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Um aldir var hér helsti kirkjugarður Reykvíkinga en talið er að hér hafi staðið kirkja, Víkurkirkja, allt frá því um 1200. Síðasta...

Handrit

Staðarstaður í Staðarsveit

Staðarstaður er bær og prestssetur í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Staðarstaður þótti löngum eitt besta prestakall landsins og hér bjuggu til forna og fram á okkar tíma landsþekktir einstaklingar, bæði lærðir og leiknir. Á 12. öld...

Betel í Vestmannaeyjum

Betel, kirkja Hvítasunnusafnaðarins, stóð við Faxastíg 6, en húsið stendur þar enn nánast í upprunalegri mynd, nú sem hljóðver. Kirkjan var vígð 1926 og þjónaði söfnuðinum fram til ársins 1994, að hann flutti í...

Kristnes í Eyjafirði

Landnámsjörð Helga margra Kristnes var landnámsjörð Helga magra í Eyjafirði. Helgi var kristinn og helgaði Kristni bæ sinn. Faðir hans var Eyvindur austmaður Bjarnason frá Gautlandi. Helgi fæddist á Írland en var sendur í...

Tjörn á Vatnsnesi

  Kirkjustaður á Vatnsnesi Tjörn er bær og kirkjustaður á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Meðal presta sem þjónað hafa á Tjörn eru hagyrðingurinn Ögmundur Sívertsen  (1799-1845), náttúruverndarmaðurinn Sigurður Norland (1885-1971) og skoski knattspyrnuþjálfarinn og rithöfundurinn Robert...

Prestbakki á Síðu

Prestbakki er bær og kirkjustaður á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Hér sat eldklerkurinn Jón Steingrímsson (1728-1791) frá 1778 til dauðadags. Jón var fjölhæfur og víðlesinn maður sem hafði sérstakan áhuga á eldgosum eftir að hann varð vitni að...

Mormónapollurinn í Vestmannaeyjum

Mormónapollur er sjávarlón við vesturbrún Heimaeyjar, skammt sunnan Herjólfsdals. Þar voru mormónar skírðir um og eftir miðja 19. öld. Mormónatrú barst til Eyja 1851 með tveimur mönnum, sem kynnst höfðu þessum trúarbrögðum í Danmörku....

Ingjaldshóll á Snæfellsnesi

Ingjaldshóll er eyðibýli, fyrrum þingstaður og höfuðból á Snæfellsnesi skammt frá Hellissandi. Kirkju á Ingjaldshóli er getið í Sturlungu og í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar (1155-1211) frá 1211. Samkvæmt munnmælasögum hafði Kristófer Kólumbus vetursetu á...

Leiðarhólmur í Miðdölum

Leiðarþing á miðöldum Leiðarhólmur er grasi vaxin eyri í Miðá sunnan við Harrastaði. Hér voru haldin leiðarþing á miðöldum að loknu þinghaldi á Þingvöllum í þeim tilgangi að upplýsa íbúa um það sem gerst hafði á...

Skálholt

Skálholt er bær, kirkjustaður og biskupssetur í Biskupstungum í Árnessýslu. Skálholt er einn sögufrægasti staður landsins og mögulega fyrsti þéttbýlisstaður Ísland. Sem helsta fræðasetur og miðstöð kirkjustjórnunar í landinu í 700 ár má segja að...

Múli í Aðaldal

Múli er fyrrum stórbýli og kirkjustaður (kirkjan var aflögð 1890) í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þekktir ábúendur Meðal þekktra ábúenda í Múla voru Stjörnu-Oddi Helgason (uppi á fyrri hluta 12. aldar), 50 barna faðirinn séra...

Breiðavík á Vestfjörðum

Breiðavík er allmikil vík og samnefnd jörð og kirkjustaður á sunnanverðum Vestfjörðum milli Látravíkur og Kollsvíkur . Vistheimili fyrir drengi 1952-1979 Á árunum 1952 til 1979 rak íslenska ríkið hér vistheimili fyrir drengi. Málefni heimilisins komust...

Prestasteinn í Vestmannaeyjum

Prestasteinn er hraunhóll ofarlega í núverandi byggð sunnan Landakirkjugarðs, skammt frá Fellavegi í hlíðum Helgafells. Kirkjusóknir voru í margar aldir tvær í Eyjum, Ofanleitissókn og Kirkjubæjarsókn, kirkja og prestur á hvorum stað, sem hjálpuðust...

Keldur á Rangárvöllum

Keldur eru sögufræg jörð á Rangárvöllum, fornt klaustursetur, kirkjustaður og minjasafn. Keldur voru vettvangur atburða í Brennu-Njáls sögu og eitt af höfuðbólum Oddaverja. Hér varði Jón Loftsson frá Odda, fósturfaðir Snorra Sturlusonar, elliárunum og hér bjó sonarsonur hans, Hálfdán...

Oddi á Rangárvöllum

Sæmundur fróði og Oddaverjar Oddi á Rangárvöllum var eitt mesta höfðinga- og menntasetur landsins til forna og við Odda eru Oddaverjar kenndir. Hér bjó Sæmundur fróði Sigúfsson (1056-1133), ættfaðir Oddaverja og lærðasti maður landsins...

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt er fornt höfuðból, kirkjustaður og skólasetur í Borgarfirði. Þekktastur er staðurinn fyrir að hér sat einn af mestu höfðingjum Sturlungaldar, sagnaritarinn og skáldið Snorri Sturluson (1179-1241). Snorri ritaði Heimskringu, Snorra-Eddu og að öllum líkindum einnig Egils sögu. Þau miklu valdaátök...

Valþjófsstaður

Valþjófsstaður er fornt höfðingjasetur og kirkjustaður í Fljótsdal. Snemma reis hér kirkja og í kaþólskum sið sátu hér tveir prestar og tveir djáknar. Á 13. öld var Valþjófsstaður eitt af höfuðbólum Svínfellinga. Hér fæddist...

Möðruvellir í Eyjafirði

Möðruvellir eru fornt höfðingjasetur og kirkjustaður í Eyjafirði. Staðurinn kemur við sögu í nokkrum  Íslendingasögum enda sátu hér höfðingjar eins og Guðmundur ríki Eyjólfsson og bróðir hans Einar Þveræingur, sem er hvað þekktastur fyrir að...

Mynd Wolfgang Sauber

Laufás í Eyjafirði

Laufás er forn kirkjustaður, bær og minjasafn í Þingeyjarsýslu. Talið er að elsti hluti bæjarins sem nú er í Laufási sé frá 16. öld en að stærstum hluta var hann byggður í tíð séra Björns...

Landakirkja í Vestmannaeyjum

Landakirkja er ein elsta steinkirkja landsins, byggð á árunum 1774– 1778 úr tilhöggnu móbergi úr Heimakletti.   Nokkrar kirkjur með þessu nafni höfðu verið byggðar áður, en Tyrkir brenndu þá fyrstu 1627.  Landakirkja stóð...

Skriðuklaustur í Fljótsdal

Skriðuklaustur er fornt stórbýli og menningarsetur í Fljótsdal. Á Skriðu, eins og jörðin hét til forna, var stofnað munkaklaustur undir lok 15. aldar og var það síðasta kaþólska klaustrið sem stofnað var á Íslandi.  Fornleifarannsóknir...

Glaumbær í Skagafirði

Glaumbær er fornt höfuðból, kirkjustaður og byggðasafn í Skagafirði. Meðal þekktra ábúenda í Glaumbæ til forna má nefna Þorfinn Karlsefni landkönnuð og konu hans Guðríði Þorbjarnardóttur, Snorra son þeirra (að líkindum fyrsta hvíta barnið sem...

Miklibær í Skagafirði

Miklibær er sögufrægur bær og kirkjustaður í Blönduhlíð í Skagafirði. Bærinn kemur við sögu í aðdraganda og eftirmála Örlygsstaðabardaga og þar lét Kolbeinn ungi vega Kálf Guttormsson og son hans Guttorm fyrir það eitt...

Hólar í Hjaltadal

Hólar eru kirkjustaður, biskupsstóll og skólasetur í Hjaltadal í Skagafirði, lengi eitt helsta mennta- og menningarsetur Norðurlands. Biskupssetur í 7 aldir Fyrsti biskupinn á Hólum var Jón Ögmundsson en af öðrum merkum biskupum sem...

Munkaþverá í Eyjafirði

Munkaþverá er fornt stórbýli og kirkjustaður í Eyjafirði. Á söguöld hét staðurinn Þverá og sátu hér margir landsþekktir einstaklingar, þar á meðal Ingjaldur sonur Helga magra, Víga-Glúmur og Einar Þveræingur. Einar, sem var bróðir Guðmundar...

Hörgaeyri í Vestmannaeyjum

Eyrin blasir við, eða mannvirki, sem reist var á henni, þegar horft er frá Skansinum norður til Heimakletts. Á henni er nyrðri hafnargarðurinn í Eyjum byggður. Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason komu þar fyrst...

Möðruvellir í Hörgárdal

Sögusvið Sturlungu Möðruvellir eru sögufræg jörð, kirkju- og klausturstaður í Hörgárdal í Eyjafirði. Hér bjó m.a. Eyjólfur ofsi Þorsteinsson (d. 1255) um tíma eftir að Gissur Þorvaldsson hrakti hann burt úr Skagafirði. Munkaklaustur og kirkja Munkaklaustur...

Þingeyrar í Húnaþingi

Þingeyrar eru bær og kirkjustaður í Húnaþingi milli Hóps og Húnavatns. Á Þingeyrum var þingstaður til forna og má þar enn sjá garð (hleðslu) sem ber nafnið Lögrétta. Ekki hefur þó verið úr því skorið...

Þingvellir

Alþingi og aftökur Sögulega séð eru Þingvellir án efa mikilvægasti staður íslensku þjóðarinnar. Stuttu eftir landnám var allsherjarþing stofnað á Þingvöllum (Alþingi) þar sem hin unga þjóð réði ráðum sínum og tók sínar mikilvægustu ákvarðanir....

Núpsstaður

Núpsstaður er eyðbýli í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á jörðinni standa gömul bæjarhús frá því um 1900 sem talin eru mjög dæmigerð fyrir íslenska bæi á síðustu öldum. Talið er að kirkja hafi verið á...

Kaplagjóta í Vestmannaeyjum

Kaplagjóta er þröng sjávargjóta sunnan við Dalfjall í göngufæri frá Fjósakletti, þar sem brenna er tendruð á þjóðhátíð. Kapall er keltneskt orð, sem merkir hestur eða hryssa, en hrossum var varpað í gjótuna í...

Víðines í Hjaltadal

Víðines er bær í Hjaltadal í Skagafirði sem Víðinesbardagi (1208) er kenndur við. Hér barðist 400 manna lið Kolbeins Tumasonar, eins mesta höfðingja Ásbirninga á 13. öld, við menn Guðmundar biskups Arasonar. Í bardaganum fékk Kolbeinn stein...

Neðri-Ás í Hjaltadal

Neðri-Ás er bær í Hjaltadal í Skagafirði. Ef trúa skal Kristni sögu þá reisti Þorvarður Böðvarsson hér fyrstu kirkjuna sem reist var á Íslandi skömmu fyrir kristnitöku en hingað til hafa menn litið svo á að Gissur Hvíti og...

Kaldaðarnes í Flóa

Kaldaðarnes er fornt höfuðból og ferjustaður við Ölfusá í Flóa þar sem talið er að Gissur Þorvaldsson jarl hafi búið um tíma. Fram að siðaskiptum var heilagur trékross í kirkjunni í Kaldaðarnesi sem aldraðir...

Reynistaður í Skagafirði

Reynistaður er sögufrægur bær í Skagafirði, eitt af höfuðbólum Ásbirninga á Sturlungaöld. Meðal þekktra ábúenda á Reynistað voru Þorfinnur Karlsefni og kona hans Guðríður Þorbjarnardóttir, Brandur Kolbeinsson, Gissur Þorvaldsson jarl, Oddur Gottskálksson, sem gaf út árið 1540...

Ásgarður

Forn kirkjustaður Ásgarður er bær og fyrrum kirkjustaður í Hvammsveit í Dalasýslu sem fyrst er nefndur í Sturlungu. Vitað er að  kirkja var í Ásgarði árið 1327 en síðasta kirkjan hér var aflögð 1882. Í landi...

Krosshólaborg í Hvammssveit

Krosshólaborg er grjótborg skammt frá Hvammi í Hvammssveit. Sagan segir að landnámskonan Auður Djúpúðga hafi reist kross á þessum stað til að biðjast fyrir. Uppi á borginni er víðsýnt og sést þar vel yfir Hvammsfjörð...

Dagverðarnes í Dölum

Dagverðarnes er nes í Dalasýslu sem dregur nafn sitt af því að Auður djúpúðga er sögð hafa snætt þar dögurð er hún fór þarna um í leit að öndvegissúlum sínum.

Snóksdalur

Snóksdalur er bær og kirkjustaður í Miðdölum í Dalasýslu. Í Snóksdal bjó Daði Guðmundsson (1495-1563), sýslumaður og stórbóndi og einn helsti andstæðingur Jóns Arasonar (1484-1550) biskups. Daði handtók Jón biskup og syni hans á...

Skarð á Skarðsströnd

Skarð á Skarðsströnd er sögufrægur bær og kirkjustaður í Dalasýslu í landnámi Geirmundar heljarskinns. Bergsveinn Birgisson, höfundur bókarinnar Leitin að svarta víkingnum, telur að bær Geirmundar hafi staðið nálægt þar sem núverandi bær á Skarði...

Hvammur í Dölum

Landnámsjörð Auðar djúpúðgu Hvammur er landnámsjörð, fornt höfðingjasetur og kirkjustaður í Hvammssveit í Dalasýslu. Hvammur var landnámsbær  Auðar djúpúðgu sem kom til Íslands frá Írlandi. Hún var dóttir Ketils flatnefs hersis í Noregi. Maður hennar var...

Sauðafell í Miðdölum

Sauðafell er sögufrægur bær í Miðdölum í Dalasýslu sem stendur undir samnefndu felli. Meðal þekktra ábúenda á Sauðafelli á landnáms- og söguöld má nefna Erp Meldúnsson, leysinga Auðar Djúpúðgu, Þórólf Raunef, Mána, son Snorra goða,...