Illugastaðir

Mynd ESSBALD

Illugastaðir er bær á Vatnsnesi í Vesur-Húnavatnssýslu. Hér voru Natan Ketilsson og Pétur Jónsson myrtir árið 1828 af Agnesi Magnúsdóttur, Friðriki Sigurðssyni og Sigríði Guðmundsdóttur. Eftir ódæðið kveiktu þau í bænum í þeim tilgangi að eyða sönnunargögnum. Agnes og Friðrik voru hálshöggvin í Vatnsdalshólum þann 12. janúar 1830 og var það síðasta opinbera aftakan á Íslandi. Á Illugastöðum má enn sjá rústir af smiðju Natans Ketilssonar. Sjá einnig færsluna Þrístapar.

Ítarefni

Helga Kress (2014). Eftir hans skipun: Natansmáls í ljósi sagnadansa og eftirmæla Agnesar.

Eggert Þór Bernharðsson (2013). „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan. Heimildargrunnur morðbrennunnar á Illugastöðum árið 1828.“ Saga.

 

Skildu eftir svar