Ræningjaflöt í Vestmannaeyjum

Grasflöt í miðjum Lyngfellisdal þar sem sagt var, að ræningjarnir í Tyrkjaráninu 1627, hefðu kastað mæðinni eftir gönguna frá Ræningjatanga, þar sem þeir komu að landi. Á Ræningjaflöt munu þeir hafa þurrkað púður sitt áður en þeir héldu áfram og frömdu þau mestu níðingsverk sem Eyjamenn hafa nokkru sinni mátt þola.

Nokkrum öldum síðar var flötin í Lyngfellisdalnum vinsæl sem útivistar- og íþróttasvæði, þótt þangað þætti um langan veg að fara. Að vetrarlagi lagði stundum ís yfir flötina og þá gátu ungmenni eyjanna rennt sér þar á leggjum og skautum. Á 20. öldinni voru knattspyrnuæfingar oft stundaðar í dalnum, enda þá orðið akfært nánast upp að brún Sæfells, og heitir sú leið Kinn.

Smelltu hér til þess að sjá götumynd á Já.is

Skildu eftir svar