Helguvík á Reykjanesi

Helguvík er vík á Reykjanesskaga, skammt fyrir norðan Keflavík. Sagan segir að þar hafi búið kona er Helga hét með tveimur sonum sínum. Eitt sinn hafi synirnir lent í sjávarháska og var tvísýnt að þeir næðu landi. Þá hafi Helga mælt svo um að þar sem drengirnir myndu ná landi myndu aldrei skip farast. Þeir náði landi í Keflavík eftir erfiða sjóferð.

Stórskipahöfn

Í Helguvík er stórskipahöfn sem gerir svæðið eftirsóknarvert fyrir stór innflutnings- og útflutningsfyrirtæki. Nú er kísilverksmiðja, loðnubræðsla, loðnuflokkunarstöð, steypustöð, malbikunarstöð og sorpeyðingarstöðvar í Helguvík. Álfyrirtækið Norðurál, sem rekur stórt álver á Grundartanga í Hvalfirði, gerði árið 2007 samning um byggingu álvers í Helguvík en af hagrænum og pólitískum ástæðum hefur ekkert orðið af framkvæmdum. Árið 2016 féll alþjóðlegur gerðardómur sem leysti HS Orku undan ákvæði um raforkusölu til Norðuráls frá 2007.

United Silicon

Árið 2017 komust mál kísilverksmiðunnar United Silicon í Helguvík í hámæli vegna megnunar- og öryggismála og var verksmiðjunni tímabundið lokað í framhaldinu. Hafði verksmiðjan þá aðeins starfað í um fimm mánuði. Þegar upp kom eldur í verksmiðjunni á meðan umræðan um verksmiðjuna stóð sem hæst sagði umhverfisráðherra, „Nú er komið nóg.“

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar