Klöpp (Skuggi II)

 

Tómthúsbýli austan læks

Á Skúlagötunni við enda Klapparstígs stóð kotið Klöpp sem Eyjólfur Þorkelsson reisti árið 1838, einnig kallað Skuggi II. Bærinn stóð á klöpp við tanga rétt austan við Arnarhólsjörðina en austan megin við tangann stóð bærinn Skuggi sem Skuggahverfið er kennt við. Bæirnir tveir stunduðu útræði úr sitt hvorri vörinni við tangann og kallaðist vestari vörin Klapparvör en sú eystri Skuggavör.

Klapparstígur

Tréverksmiða Völundar reis sunnan við Klapparbæinn þar sem áður voru kálgarðar en olíufélagið BP reisti olíubirgðarstöð á tanganum. Klapparstígur, gatan milli Skólavörðustígs og Skúlagötu, dregur nafn sitt af bænum.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar