Category: Byggðasaga

Ystiklettur í Vestmannaeyjum

48 bújarðir Ystiklettur blasir við, þegar siglt er inn hafnarmynnið á Heimaey. Gegnt honum, af landi, er útsýnispallur á nýja hrauninu úr Heimaeyjargosinu 1973. Þaðan má virða fyrir sér klettinn, náttúru hans og sögu....

Garðurinn og Godthaab í Vestmannaeyjum

Umbylting manna og náttúru Þegar staðið er fyrir ofan Bæjarbryggjuna og horft í suður og austur að hraunjaðrinum úr Heimaeyjargosinu 1973, er lítið að sjá annað en malbik, steinsteyptar nýbyggingar og hraungrýti. Öll söguleg...

Tómthúsið Kastalinn í Vestmannaeyjum

Fyrstu mormónarnir Hjónin Benedikt Hannesson og Ragnhildur Stefánsdóttir bjuggu í tómthúsinu Kastala um miðja 19. öld. Benedikt og Ragnhildur voru þau fyrstu sem skírð voru til mormónatrúar í Eyjum árið 1851, af Þórarni Hafliðasyni,...

Þorlaugargerði í Vestmannaeyjum

Mormónabæli Í Þorlaugargerði bjó Loftur Jónsson um miðja 19. öldina. Hann var mikilsvirtur borgari í Eyjum, m.a. meðhjálpari Brynjólfs Jónssonar prests, nágranna síns á Ofanleiti. Loftur tók mormónatrú árið 1851 í kjölfar þess að...

Básaskersbryggja í Vestmannaeyjum

Við komu til Eyja stíga flestir fyrst niður fæti á Básaskersbryggju, þar sem farþegaskipið Herjólfur leggst að, mörgum sinnum á dag eftir að höfn var gerð í Landeyjum.  Í marga áratugi hefur þessi bryggja...

Kastalinn í Vestmannaeyjum

Varnarvirki og verslunarstaður Kastalinn var varnarvirki enskra kaupanna á 15. og 16 öld og náði utan um allstórt svæði, sunnan við Brattann svokallaða, austan í Tangahæðinni. Nafnið er dregið af enska heitinu Castle, enda...

Flatirnar í Vestmannaeyjum

Sandflatir Flatirnar, voru svæði undir Stóra Klifi, sem teygði sig til suðurs og austurs, væntanlega svo langt austur þar sem nokkur íbúðarhús voru reist á fyrri hluta seinustu aldar nokkru fjarri annarri íbúabyggð. Húsin...

Vegamót Evu Braun í Vestmannaeyjum

Ýmis fyrirmenni og höfðingjar hafa heimsótt Vestmannaeyjar í aldanna rás. Fyrstir voru þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti árið 1000, sérstakir sendiboðar sjálfs Noregskonungs! Fleiri fylgdu svo í kjölfar þeirra ekki síst mörgum öldum...

Litla-Langa í Vestmannaeyjum

Svo er sandbrekkan nefnd vestan Kleifnabergs í Heimakletti, sem aðskilur hana frá annarri stærri austan bergsins, Löngu eða Stóru- Löngu.  Heimildir eru um beinafundi á þessum slóðum. Aagaard, sem var sýslumaður í Eyjum á...

Faxastígur 2a í Vestmannaeyjum

Þórður Stefánsson (1924-2007) byggði Faxastíg 2a og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni.  Faxastígur var fjölfarin gata í Vestmannaeyjum enda stóð kirkja hvítasunnumanna, Betel, við hana og dró til sín á samkomur safnaðarfólk og börn...

Háeyri í Vestmannaeyjum

Árni Guðmundsson var kenndur við æskuheimili sitt, Háeyri, Vesturveg 11a.  Nafn Árna er þjóðþekkt sem “Árni úr Eyjum”, en textar hans við þjóðhátíðarlög Oddgeirs Kristjánssonar hafa fyrir löngu greipst inn í Eyja- og þjóðarsálina. ...

Hvíld í Vestmannaeyjum

Varða sem vegvísir og hvíldarstaður Á horni Illugagötu og Höfðavegar, nokkrum metrum frá Illugaskipi og Illugahelli, er varða sem hlaðin var 1948 af Magnúsi Jónssyni.  Varðan er í jaðri lóðar hússins Saltabergs, sem Hlöðver...

Vestmannabraut 76 í Vestmannaeyjum

Síðasta sjókonan Katrín Unadóttir byggði húsið Vestmannabraut 76 í félagi með hjónunum Magnúsi K Magnússyni síðar netagerðarmeistara og konu hans Þuríði Guðjónsdóttur, og flutti inn með þeirri fjölskyldu ásamt dóttur sinni árið 1927.  Katrín...

Turninn í Vestmannaeyjum

Söluturninn, sjoppan við sjávarsíðuna Þorlákur Sverrisson hóf rekstur Söluturnsins við Strandveg árið 1927. Keypti Þorlákur kró nálægt mjölgeymsluhúsi því, sem nú stendur við horn Strandvegar og Kirkjuvegar, og byggði ofan á hana. Hugmynd hans...

Heimaslóð

Boðaslóð 3 í Vestmannaeyjum

Skip að brenna? Ólafur Vestmann átti lengstum heima á Boðaslóð 3 en hann var fæddur í húsinu Strönd við Miðstræti 9a árið 1906.  Ólafur varð þekktur á einni nóttu fyrir að verða fyrsti maðurinn...

Stakkagerðiskróin í Vestmannaeyjum

Á vertið í Eyjum Stakkagerðiskróin stóð beint suður upp frá Bæjarbryggjunni á horni Strandvegar og Formannasunds.  Króin var í eigu Gísla Lárussonar í Stakkagerði og ein fjölmargra sem stóðu í grennd við aðalatvinnusvæði eyjaskeggja...

Flugur í Vestmannaeyjum

Horfin og breytt strandlengja Eftir að Heimaeyjargosinu lauk árið 1973 var gamla strandlengjan, austurhluti Heimaeyjar, horfin allt frá hafnarmynninu austur og suður fyrir rætur Helgafells. Ströndin einkenndist af hömrum, víkum, töngum, tóm, nefjum, flúðum,...

Gísli Már

Sigmundarsteinn í Vestmannaeyjum

Sigmundarsteinn er í urð undir Kervíkurfjalli, sem Jónas Hallgrímsson kvað vísur um og sá þar „hafmeyjar“ og Jón píslarvott: Veit ég úti í Vestmannaeyjum verður stundum margt í leyni; séð hef ég þar setið...

Byrgin í Sæfelli, Vestmannaeyjum

Við vestanverðar rætur Sæfells má sjá mannvirki, sem láta lítið yfir sér, en vekja spurningar um horfna lífshætti. Þetta eru veðruð, ferköntuð, steypt byrgi, yfirleitt með litlu opi að ofan og stærra á hlið,...

Edinborgarbryggja í Vestmannaeyjum

Lækurinn með hrófin var aðalathafnasvæði sjávarútvegs á Heimaey í aldir. Á árabátaöld, þegar sjómenn leituðu lands, tókust þeir á við klappir og kletta sem teygðu sig í sjó fram með sandrifjum inn á milli....

Eyjarhólar í Vestmannaeyjum

Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri og alþingismaður Í þessu húsi ólst Guðlaugur Gíslason upp, síðar bæjarstjóri og alþingismaður Vestmannaeyja, en faðir hans reisti það um miðjan annan áratug 20. aldar. Eyjarhólar voru þá í jaðri bæjarins,...

Ýmsir annálar

Eldsgosaannáll Íslenskir annálar og aðrar gamlar veðurheimildir

Hlemmur (Hlemmtorg)

Rauðarárstígur í Reykjavík er kenndur við Rauðará eða Rauðarárlæk (upphaflega Reyðará sbr. silungur) sem rann úr Norðurmýrinni til sjávar rétt norðan við þar sem nú heitir Hlemmtorg eða Hlemmur. Þótt aðalleiðin í austur frá...

Heimaklettur í Vestmannaeyjum

Útsýni til allra átta Hákollar, hæsti hluti Heimakletts, eru 283 m. frá sjávarmáli. Þaðan má sjá í góðu útsýni Heimaey frá norðri til suðurs, prýdda tveimur keilulaga eldfjöllum, úteyjarnar, nærsveitir meginlandsins, fjöll og jökla,...

Reynir í Vestmannaeyjum

Bræðurnir Kristinn (1897- 1959) og Jóhann Gunnar (1902- 1979) Ólafssynir voru kenndir við æskuheimili sitt, húsið Reyni, sem stóð við Bárugötu 5 allt fram að lokum 8. áratugarins, þegar það var rifið. Á rústum...

Austurstræti 22 í Reykjavík

Í Austurstræti 22 stendur endurgerð af húsi sem brann í stórbruna í apríl 2007. Húsið sem stóð hér áður var byggt árið 1801 af Ísleifi Einarssyni yfirdómara í nýstofnuðum Landsyfirrétti. Hús Ísleifs, sem var...

Frydendal í Vestmannaeyjum

Bókhneigður embættismaður Sigfús Maríus Johnsen var fæddur í Frydendal 1886, einn af 5 bræðrum, en þeirra elstur var Gísli J. Johnsen, athafnamaður og frumkvöðull. Sigfús varð snemma bókhneigður og hélt ungur til náms í...

Vesturgata 6 Hafnarfirði

Á lóð nr. 6 við Vesturgötu í Hafnarfirði stendur timburhús sem byggt var á árunum 1803-1805 og telst vera elsta hús Hafnarfjarðar. Faðir Hafnarfjarðar Húsið, sem gengur undir nafninu Sívertsens-húsið, byggði athafnamaðurinn Bjarni Sívertsen...

Laufásvegur 7 (Þrúðvangur)

Ekkja Einars Zoëga veitingamanns og hóteleiganda, Margrét Zoëga, lét reisa húsið árið 1918/1919 og bjó hér ásamt dóttur sinni Valgerði og tengdasyni, Einari Benediktssyni, til ársins 1927. Húsið, sem hún nefndi Þrúðvang eftir ríki...

Kirkjutorg 6 í Reykjavík

Á lóð númer 6 við Kirkjutorg byggði Árni Nikulásson rakari þrílyft hús árið 1903. Húsið var viðbygging við tvílyft timburhús sem byggt hafði verið 1860 og gekk undir nafninu Strýtan vegna þess hve hátt...

Þingholtsstræti í Reykjavík

Þingholtsstræti er gata í miðbæ Reykjavík sem liggur á milli Bankastrætis og Laufásvegar. Gatan tekur nafn af torfbænum Þingholti sem stóð skammt frá gatnamótum Þingholtsstrætis og Bankastrætis en elsti bærinn með því nafni var...

Goðasteinn í Vestmannaeyjum

Skólamaðurinn Í Goðasteini bjó Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólamaður, rithöfundur og frumkvöðull í margs konar félags- og menningarstarfsemi í Eyjum frá því snemma á 20. öld og fram á seinni hluta aldarinnar. Þorsteinn var Austfirðingur,...

Laufásvegur 5 í Reykjavík

Þetta hús reisti Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari árið 1879/1880 úr tilhöggnu grágrýti og Esjukalki. Er húsið eitt af fyrstu steinhúsunum í Reykjavík sem reist var sem íbúðarhús. Upphaflega var lóðin kennd við Skálholtsstíg en síðar...

Bolsastaðir í Vestmannaeyjum

Hús verkalýðsfrömuðar Bolsastaðir, Helgafellsbraut 19, eru tengdir upphafi verkalýðsbaráttu í Vestmannaeyjum og nýrrar hugmyndafræði í þeirri baráttu svo sem nafn hússins gefur til kynna. Hér bjó Ísleifur Högnason ásamt konu sinni, Helgu Rafnsdóttur, og...

Strandvegur í Vestmannaeyjum

Strandvegur er elsta gatan á Heimaey og eflaust sú fjölfarnasta fyrr og síðar. Vegurinn varð til við helsta athafnasvæðið um aldir, meðfram sjónum alla leið frá Skansinum við innsiglinguna og vestur inn í Botn....

Sólheimar í Vestmannaeyjum

Sól og máni Í Eyjum sem víðar um landið tíðkaðist sá siður forðum og að nokkru enn að gefa fólki viðurnefni til aðgreiningar frá öðrum eyjaskeggjum. Menn voru kenndir við atvik, háttalag, líkamsvöxt og...

Skólabrú 2 í Reykjavík

Húsið er eitt af fyrstu steinsteyptu íbúðarhúsunum í Reykjavík, byggt árið 1912. Húsið er einnig eitt af fyrstu húsunum með sveigðum gaflbrúnum í anda danskra nýbarokkhúsa. Húsið reisti Ólafur Þorsteinsson (1881-1972) háls-, nef- og...

Aðalstræti 7 í Reykjavík

„Á þessari lóð stóð áður fjós Innréttinganna en það var reist árið 1759. Árið 1847 var lóðin seld stiftprentsmiðjunni og lét hún reisa geymsluhús á lóðinni. Núverandi hús var byggt árið 1881 af Jóni...

Engey á Kollafirði

Engey er um 40 hektara eyja á Kollafirði, þriðja stærsta eyjan í Faxaflóa. Talið er að eyjan hafi verið í byggð eða nýtt frá upphafi byggðar á Íslandi og vitað er að fyrsta kirkjan...

Þingholtsstræti 14

Þetta hús byggði Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal skáld, náttúru- og norrænufræðingur árið 1881, þá kennari við Lærða skólann. Húsið teiknaði og reisti Helgi Helgason trésmiður og tónskáld, verðandi nágranni Benedikts í Þingholtsstrætinu.  Benedikt og eiginkona hans,...

Þingholtsstræti 17

Heimili Þorsteins Gíslasonar ritstjóra Á þessari lóð stendur timburhús sem byggt var árið 1882. Árið 1905 fluttu hjónin Þorsteinn Gíslason (1867-1938) ritstjóri og skáld og eiginkona hans Þórunn Pálsdóttir (1877-1966) í húsið. Segja má að...

Þingholtsstræti 18

Á lóð númer 18 við Þingholtsstræti stendur hús sem Davíð S. Jónsson heildsali gaf Menntaskólanum í Reykjavík árið 1996 til minningar um eiginkonu sína Elísabetu Sveinsdóttur (sjá grein). Húsið var byggt laust fyrir 1970...

Skálholtsstígur 7 (Næpan)

Á horni Skálholtsstígs og Þingholtsstrætis stendur glæsilegt tveggja hæða 500 fermetra timburhús með rishæð og steyptum kjallara. Magnús Stephensen (1836-1917), þriðji og síðast landshöfðinginn á Íslandi (hinir voru Hilmar Finsen og Bergur Thorberg), lét...

Grund í Vestmannaeyjum

Árni Árnason frá Grund var fæddur á Vestri-Búastöðum í Vestmannaeyjum 19. mars 1901 og flutti kornungur með foreldrum sínum í nýtt, lítið íbúðarhús á horni Kirkjuvegar og Sólhlíðar, sem hlaut nafnið Grund. Við það...

Hvernig leit Reykjavík út árið 1918

Á vísindavefnum birtist eftirfarandi grein fyrir stuttu (2018): „Árið 1918 var Reykjavík bær með nálægt 15.000 íbúum. Fátt í bæjarmynd og skipulagi bar þess vott að þar væri höfuðborg fullvalda ríkisins. Með tilkomu heimastjórnar árið 1904 fóru ýmsir...

Þvottalaugarnar í Laugardal

Heitu laugarnar í Laugardalnum tilheyrðu hinu forna býli í Laugarnesi (sjá einnig færsluna Laugarnes).  Ekki fer mörgum sögum af því hvernig fornmenn nýttu sér laugarnar en vitað er að á seinni hluta 18. aldar...

Staður í Súgandafirði

Staður er bújörð og forn kirkjustaður í Staðardal í Súgandafirði. Talið er að fyrsta kirkjan hafi verið reist í Staðardal um 1100 en elsti máldagi kirkju á Stað sem varðveistu hefur er frá árinu...

Melavöllurinn við Suðurgötu

Helsti íþróttaleikvangur landsins Melavöllurinn var íþróttavöllur á Melunum sem var á horni Suðurgötu og Hringbrautar. Völlurinn var helsti íþróttavöllur landsins á árunum 1926-1957 en eftir 1957 tók Laugardalsvöllurinn smám saman við hlutverki Melavallar. Völlurinn,...

Hverfisgata 21 í Reykjavík

Við Hverfisgötu nr. 21 stendur glæsilegt steinhús sem Jón Magnússon forsætisráðherra (1917-1922 og 1924-1926) lét byggja árið 1912. Kristján konungur tíundi bjó hjá forsætisráðherra og konu hans, Þóru Jónsdóttur, þegar hann heimsótti landið árið...

Kirkjustræti 12 í Reykjavík (Líkn)

Fyrsta íbúðarhúsið við Kirkjustræti Á lóð nr. 12 við Kirkjustræti, við hlið Alþingishússins, stendur þjónustuskáli Alþingis sem byggður var árið 2002. Skálinn er úr stáli, gleri og steypu og er samtengdur Alþingishúsinu á tveimur...

Lækjargata 10 í Reykjavík

Lækjargata 10 er eitt af fáum húsum sem eftir eru í Reykjavík sem byggð voru úr tilhöggnu íslensku grágrýti úr Skólavörðuholtinu og límd með kalki úr Esjunni sem unnið var í kalkofninum. Á þessari...

Melshús í Reykjavík

Melshús voru torfbær, eða réttara sagt bæjarþyrping, sem stóð við götuslóðann (nú Suðurgata) sem lá frá Víkurbænum við enda Aðalstrætis út í Skildinganes. Upphaflega var bærinn ein af hjáleigum Reykjavíkurbæjarins og eins og hjáleigan...

Ingólfsstræti 21 í Reykjavík

Við Ingólfsstræti 21 stendur fyrsta steinsteypta íbúarhúsið í Reykjavík, byggt árið 1903 af dönskum iðnaðarmönnum. Fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík var hins vegar fjós barónsins á Hvítárvöllum við Barónsstígsem sem steypt var árið 1899...

Langi-Hvammur í Vestmannaeyjum

Langi- Hvammur við Kirkjuveg 41 er dæmi um veglegt tómthús, en húsið var byggt 1901, og er enn að mestu í upprunalegri mynd. Tómthús voru þau hús nefnd, þar sem engin afnot af jörð...

Fögruvellir í Vestmannaeyjum

Sigurður Vigfússon bjó í tómthúsinu Fögruvöllum á áratugunum fyrir og eftir 1900. Tómthús voru bústaðir án afnota af jörð fyrir fólk, sem oft átti skamma dvöl í sjávarplássi eins og í Eyjum. Tómthús Sigurðar...

Grófin í Reykjavík

Grófin er heiti á horfnum fjörukrika í Reykjavík sem staðsettur var þar sem nú er Vesturgata 2-4. Talið er að hún hafi verið lendingastaður og uppsátur fyrir báta Víkurbóndans og annarra bæja sem stóðu...

Garðastræti 23 (Vaktarabærinn)

Þar sem nú er Garðastræti 23 stendur eitt fyrsta timburhúsið sem reist var í Grjótaþorpinu, kannski það fyrsta. Húsið, sem gengur undir nafninu Vaktarabærinn en hefur einnig verið kallað Skemman og Pakkhúsið, var byggt af...

Grund á Fellsströnd

Grund er bær á  Fellsströnd í Dalasýslu sem Gestur Sveinsson (1920-1980) reisti í landi Litla-Galtardals árið 1954. Hann giftist Guðrúnu (Dúnu) Valdimarsdóttur frá Guðnabakka í Stafholtstungum (var fædd að Kjalvararstöðum í Reykholtsdal) og eignuðust þau...

Öskusúlurnar í Vestmannaeyjum

Á nokkrum stöðum í Vestmannaeyjabæ má sjá sívalar súlur, sem standa álengdar við stéttar eða slóða, þar sem mannfólkið gengur um. Súlur þessir eru klæddir gjósku eða ösku úr Heimaeyjargosinu 1973 og eru til...

Ísfélagið í Vestmannaeyjum

Ísfélagið er fyrsta vélknúna frystihús á landinu, en það tók til starfa um áramótin 1908-1909. Beituskortur hafði um árabil háð útgerð í Eyjum, en erfitt reyndist að geyma beituna og forða frá skemmdum. Eyjamenn...

Oddsstaðir eystri í Vestmannaeyjum

Hér bjó Eyþór Þórarinsson (1889-1968), kaupmaður, sem fyrstur flutti inn bíl til Vestmannaeyja árið 1918. Vakti þetta frumkvæði Eyþórs að vonum mikla athygli hjá eyjaskeggjum, sem flykktust niður á Bæjarbryggju, þegar bíllinn kom til Eyja....

Laufás í Vestmannaeyjum

Sjómaðurinn Þorsteinn Jónsson (1880-1965) keypti Laufás, Austurvegi 5, árið 1905, en lét rífa það árið 1912 og byggði stórt og reisulegt hús á lóðinni. Þorsteinn var fæddur 14. október árið 1880 og hóf að stunda...

Laugarbrekka á Snæfellsnesi

Laugarbrekka er eyðibýli og fyrrum kirkju- og þingstaður á Snæfellsnesi. Hér bjó Bárður Snæfellsás sem fjallað er um í sögunni Bárðar saga Snæfellsáss. Hér fæddist Guðríður Þorbjarnardóttir en hún var talin ein víðförlasta kona heim...

Vesturhús í Vestmannaeyjum

Vesturhús Vesturhús stóðu í austurhluta Heimaeyjar, þar sem land fór hækkandi í hlíðum Helgafells og skiptust í tvær bújarðir, a.m.k. samkvæmt elstu heimildum um jarðaskipti í Vestmannaeyjum. Fjöldi íbúa hefur alið manninn í Vesturhúsum...

Klaufin í Vestmannaeyjum

„Það eru ekki allt selir, sem sýnast.“ Klaufin er grýtt sandfjara norðan Höfðavíkur. Þar var fyrrum útræði bænda suður á Heimaey, svokallaðra Ofanbyggja. Bændur gengu jafnan á reka á þessum slóðum og svo var um...

Bræðsluskúrarnir í Vestmannaeyjum

Fyrir aldamótin 1900 voru bræðslu- og lýsishús við verslanirnar í Eyjum, Godthaabsverslunina, Garðsverslunina og Júlíushaab eða Tangann. Var grútur bræddur í bræðslupottum og lýsið geymt og látið setjast til í lifrarkörum áður en það...

Stafkirkjan í Vestmannaeyjum

Norðmenn gáfu þessa kirkju árið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá því að kristni var lögfest á Íslandi. Kirkjunni var valinn staður í Vestmannaeyjum, þar sem Hjalti Skeggjason og...

Eldfell í Vestmannaeyjum

Eldfell varð til í Heimaeyjargosinu 1973. Eftir að sprunga myndaðist örlaganóttina, 23. janúar, gaus á mörgum stöðum í henni, en fljótlega varð einn gígur ráðandi, og fellið hlóðst upp í kringum hann á nokkrum...

Haugar í Vestmannaeyjum

Uppi varð fótur og fit í Vestmannaeyjum, þegar flokkur kvikmyndagerðarmanna frá 20th Century Fox í Bandaríkjunum mætti til Eyja árið 1984 til þess að taka upp kvikmyndina Enemy Mine. Í hópnum voru þekktir leikarar...

Blátindur í Vestmannaeyjum

Húsbrotið í hraunkantinum Blátindur stóð við Heimagötu 12b. Leifar hússins urðu vinsælt myndefni eftir Heimaeyjargosið 1973, en einn húsveggur úr Blátindi með stórum glugga ásamt umgerð stóð út úr hraunkantinum um árabil og blasti...

Háin í Vestmannaeyjum

Oddur Pétursson, formaður í Vestmannaeyjum, faldi sig í Hánni í Tyrkjaráninu 1627 og tókst á þann hátt að komast undan þeim óþjóðalýð, sem herjaði á eyjaskeggja af mikilli grimmd. Frá fjallinu gat Oddur fylgst...

Fríkirkjuvegur 11

Ættaróðal Thorsaranna Við Fríkirkjuveg 11 stendur friðað hús sem athafnamaðurinn Thor Jensen byggði á árunum 1907 og 1908. Arkitekt hússins var Erlendur Einarsson og yfirsmiður þess var Steingrímur Guðmundsson. Húsið var eitt af fyrstu...

Ofanleitishamar í Vestmannaeyjum

Talið er, að u.þ.b. 200 manns hafi komist undan í Tyrkjaráninu og falið sig víða á Heimaey. Í Reisubók séra Ólafs Egilssonar, prests að Ofanleiti, segir að einhleypir menn hafi fyrstir komist undan ræningjunum,...

Klettsvík í Vestmannaeyjum

Klettsvík blasir við, þegar staðið er nyrst á nýja hrauninu á Heimaey eða við Hringskersgarð og horft yfir innsiglinguna að Vestmannaeyjahöfn. Víkin liggur að Ystakletti, einum af Norðurklettum Heimaeyjar, en þeir mynda klettabelti við...

Öskjuhlíð í Reykjavík

Öskjuhlíð er rúmlega 60 metra há stórgrýtt en gróðursæl hæð í Reykjavík, mynduð úr grágrýti sem rann úr eldstöðvum á Mosfellsheiði á síðari hluta ísaldar. Talið er að fyrir u.þ.b. 10 þúsund árum hafi...

Kirkjuhvoll

Kirkjuhvoll í Vestmannaeyjum

Læknisbústaður Kirkjuhvoll var byggður árið 1911 og stóð þá utan helstu húsaþyrpingarinnar á Heimaey. Læknirinn í Eyjum, Halldór Gunnlaugsson og fjölskylda hans, voru fyrstu íbúar hússins, en síðan hafa margar fjölskyldur átt þar heima....

Leiðin

Leiðin í Vestmannaeyjum

Leiðin var seinasti spottinn á siglingunni inn í Vestmannaeyjahöfn og blasir við, þegar gengið er eftir eystri hafnargarðinum, Hringskersgarðinum. Frá öndverðu var höfnin í Eyjum opin á eina vegu fyrir úthafsöldu Atlantshafsins og ríkjandi...

Hamarinn

Hamarinn í Vestmannaeyjum

Hamarinn var afmarkað hamrabelti, hluti Ofanleitishamra, sem eru sæbrattir hamrar austur af Ofanleiti og suður að Torfmýri. Á áratugunum um miðja 20. öldina og fram undir 1980, var Hamarinn sorphaugar eyjamanna, en rusli var...

Bæjarbryggjan í Vestmannaeyjum

Bæjarbryggjan er eitt elsta hafnarmannvirkið í Eyjum, sem uppistandandi er, enbryggjan var byggð á því svæði, þar sem sjósókn árabátaútgerðar hafði staðið yfir um aldir, við svokallaðan Læk og Hrófin. Fyrsti hluti bryggjunnar er...

Sagnheimar í Vestmannaeyjum

Sagnheimar eru byggðarsafn Vestmannaeyinga. Í safninu má finna alls kyns muni, sem varðveita sögu eyjaskeggja og eru til vitnis um horfna atvinnu- og þjóðhætti, menningu og samfélagið í Vestmannaeyjum um aldir. Þorsteinn Þ. Víglundsson,...

Rúnturinn í Vestmannaeyjum

Rúnturinn í Eyjum var sennilega fullmótaður um miðja 20. öldina og afmarkaðist af nokkrum götum í miðbænum, sem skárust nánast hornrétt hver á aðra og mynduðu þannig ferhyrnt svæði. Norður/ suður göturnar Kirkjuvegur og...

Sæheimar í Vestmannaeyjum

Sæheimar eru náttúrugripasafn, sem opnað var fyrir almenning árið 1964. Í safninu eru búr með lifandi fiskum, þorski, ýsu, ufsa, flatfiskum, kröbbum og ýmsum öðrum sjávardýrum, sem finnast við strendur Íslands. Í Sæheimum má...

Eldheimar

Eldheimar í Vestmannaeyjum

Eldheimar er gosminjasafn ofarlega í hlíðum Eldfells. Safnið geymir rústir húss, sem hvarf undir gjall og ösku ásamt fjölmörgum öðrum húsum í Heimaeyjargosinu 1973. Grafið var niður að húsinu árið 2008, en þá hafði...

Minnisvarði

Minnisvarði drukknaðra

Minnisvarði um þá, sem drukknað hafa við Vestmannaeyjar eða frá Eyjum, farist í fjöllum eða flugslysum var vígður á lóð Landakirkju 1951. Páll Oddgeirsson, verslunar- og útgerðarmaður í Eyjum, átti hugmyndina að varðanum og...

Stórhöfði í Vestmannaeyjum

Stórhöfði er 122 m á hæð og syðsti hluti Heimaeyjar. Á höfðanum er veðurstöð og viti, sem reistur var 1906 og var hann fyrsta steinsteypta húsið í Eyjum. Veðurstöðin á Stórhöfða er talin sú...

Betania í Vestmannaeyjum

Betania, kirkja aðventista, stendur við Brekastíg 17. Kirkjan var byggð árið 1925, en þá hafði söfnuður aðventista verið formlega stofnaður ári áður. Norskur trúboði, O.J.Olsen, hafði komið til Eyja 1922 og boðskapur hans náð...

Pólarnir

Pólarnir, eða Suðurpóll, var nafn á bráðabirgðahúsnæði sem Reykjavíkurborg reisti á árunum 1916-1918 skammt frá Miklatorgi, sunnan við Laufásveg. Húsin voru reist af fátækranefnd Reykjavíkur til að koma til móts við húsnæðisþörf tekjulágra barnafjölskyldna...

Mosfell í Grímsnesi

Mosfell er bær undir samnefndu felli sunnan Apavatns í Grímsnesi. Mosfell var landnámsjörð Ketilbjörns hins gamla, þess er nam Grímsnes. Sagan segir að Ketilbjörn hafi átt mikið magn silfurs og eitt sinn þegar synir...

Aðalstræti

Aðalstræti er elsta gata Reykjavíkur og elsta gata landsins. Talið er að stígur hafi legið frá gamla Reykjavíkurbænum við suðurenda götunnar til sjávar og þegar hús Innréttinganna risu við stíginn um miðja 18. öldina...

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar eru eyjaklasi suður af Íslandi, samtals 15 sæbrattar eyjar og um 30 sker og drangar. Surtsey er syðst og yngst, en hún varð til í neðansjávargosi 1963- 1967. Elliðaey er nyrst, en aðeins...

Ásvallagata 79

Á fjórða áratug síðustu aldar átti sér stað mikil uppbyggging íbúðarhúsnæðis í Vesturbæ Reykjavíkur og vestan Bræðraborgarstígs reis húsahverfi sem gengið hefur undir nafninu Samvinnubústaðirnir. Ásvallagata var ein af þessum götum sem þá urðu...

Víkurgarður

Víkurgarður, einnig þekktur sem Fógetagarðurinn, er almenningsgarður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Um aldir var hér helsti kirkjugarður Reykvíkinga en talið er að hér hafi staðið kirkja, Víkurkirkja, allt frá því um 1200. Síðasta...

Ingólfsbrunnur

Ingólfsbrunnur, milli húsanna Aðalstrætis 7 og 9, var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur um langt skeið en þangað sóttu Víkurbæirnir og aðrir nálægir bæir vatn sitt. Brunnurinn hefur gengið undir ýmsum nöfnum eins og víkurpóstur, vatnspóstur...

Þingholtsstræti 25 (Farsótt)

Á lóð nr. 25 við Þingholtsstræti, á horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs, stendur tvílyft timburhús með risi og hlöðnum kjallara, byggt árið 1884 á lóð Jóns Árnasonar bókavarðar og þjóðsagnasafnara. Fyrsta sérbyggða sjúkrahúsið Sjúkrahúsfélag Reykjavíkur...

Suðurgata 2 (Dillonshús)

Dillonshús er heiti á húsi sem stóð á horni Túngötu og Suðurgötu á svokölluðu Ullarstofutúni sem kennt var við eitt af húsum Innréttinganna. Húsið reisti írsk-enski lávarðurinn Arthur Edmund Dillon-Lee (1812-1892) árið 1835 fyrir sig og ástkonu...

Laugavegur 1 í Reykjavík

Friðað timburhús neðst á Laugavegi, byggt árið 1848. Upphaflega stóð húsið út í götuna en árið 1916 var það flutt á núverandi stað. Assessorshúsið Árið 1849 keypti Jón Pétursson (1812-1896) sýslumaður, alþingismaður og háyfirdómari frá Víðivöllum...