Laufásvegur 70 í Reykjavík

Þetta hús keypti Kjartan Thors (1890-1971) og eignkona hans Ágústa Börnsdóttir Thors (1894-1977) af Gunnlaugi Claessen lækni sem byggði húsið árið 1927. Húsið teiknaði Sigurðar Guðmundssonar arkitekt í fúnkisstíl með valmaþaki en segja má að Sigurður hafi verið einskonar hirðarkitekt Thorsfjölskyldunnar. Kjartan og Gunnlaugur voru svilar en Gunnlaugur var giftur Þórdísi systur Ágústu. Kjartan var sonur hins þekkta athafnamanns Thors Jensen (1863-1947) og konu hans Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur (1867-1945). Á þessum tíma var Kjartan einn af framkvæmdastjórum útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs sem var eitt stærsta fyrirtæki landsins á millistríðsárunum og fjölskyldufyrirtæki Thorsaranna.  Ágústa kona Kjartans var sonardóttir Jens Sigurðssonar þingmanns og rektors Menntaskólans í Reykjavík frá árinu 1869 til æviloka. Jens var bróðir Jóns Sigurðssonar forseta. Móðuramma Ágústu var Ágústa Snorradóttir Swendsen, oft er kölluð fyrsta kaupkonan í Reykjavík en hún rak hannyrðaverslun, m.a. í Aðalstræti 12. Um tíma var húsið bústaður þýska sendiherrans.

Írarefni: Guðmundur Magnússon (2006). Thorsararnir: Auður, völd, örlög. Almenna bókafélagið.

 

Skildu eftir svar