Mjóstræti 3

Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ

Á lóð Mjóstrætis 3 í Grjótaþorpi stendur stórt timburhús sem Sigríður Einarsdóttir, kona Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge, lét reisa árið 1885 fyrir söfnunarfé erlendis frá og kallaði Vinaminni.  Á lóðinni stóð áður bær foreldra Sigríðar, Brekkubær [Brekka] sem hún lét rífa. Flestir eldri Íslendingar þekkja nafn Sigríðar úr húsganginum „Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ, sú kann að gera skóna, ha-hæ, ha-hæ.“

Skólar, listamenn og félagasamtök

Veturinn 1891-1892 rak Sigríður hér skóla fyrir alþýðustúlkur en sú starfsemi lagðist af eftir aðeins einn vetur. Iðnskólinn og Verzlunarskólinn hófu starfsemi sína í húsinu 1904 og 1905. Ýmis fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök hafa einnig haft aðstöðu í húsinu og má þar t.d. nefna Einar Benediktsson athafnamann og skáld, Ásgrím Jónsson, listmálara og Samtök hernámsandstæðinga.

 

Skildu eftir svar