Hafnarstræti 20 í Reykjavík
Thomsens-Magasín hóf starfsemi sína í Hafnarstræti 20 í Reykjavík árið 1837 en stofnandi hennar var Ditlev Thomsen. Allt til ársins 1902 gekk verslunin undir nafninu Thomsensverslun en þá var nafninu breytt í Thomsens Magasín. Thomsens Magasín óx hratt og innan nokkurra ára var verslunin komin í mörg hús við Hafnarstræti, öll hús frá númer 17 til 21, í ótal deildum. Vegna mikilla tengsla við Þýskaland lagðist starfsemi hennar af í fyrri heimsstyrjöldinni.