Aðalstræti
Aðalstræti er elsta gata Reykjavíkur og elsta gata landsins. Talið er að stígur hafi legið frá gamla Reykjavíkurbænum við suðurenda götunnar til sjávar og þegar hús Innréttinganna risu við stíginn um miðja 18. öldina varð fyrsta gatan á Íslandi til. Í fyrstu gekk gatan undir ýmsum nöfnum, eins og Hovedgaden, Adelgaden og Klubgaden en árið 1848 var götunni formlega gefið nafnið Aðalstræti.