Amtmannsstígur 1

Mynd ESSBALD

Gunnlaugsenshús er hluti af Bernhöftstorfu í miðbæ Reykjavíkur og stendur við Amtmannsstíg 1Stefán Gunnlaugsson, land- og bæjarfógeti, reisti húsið árið 1836 en eftir að Martin Smith kaupmaður eignaðist húsið gekk það undir nafninu Smithshús. Síðar keypti Guðmundur Björnsson landlæknir húsið og hét það eftir það Landlæknishús. Bæði Smith og Guðmundur stækkuðu húsið og setti t.d. Guðmundur turninn á húsið.

*

Stefán Gunnlaugsson þótti nokkuð sérstakur embættismaður en vel gefinn og röggsamur. Hann var fyrsti embættismaðurinn sem sagði dönskunni strið á hendur hér á landi en það var eitthvað sem danskir kaupmenn i Reykjavík áttur erfitt með að sætta sig við. Margt bendir til þess að Stefán hafi misst bæjarfógetaembættið vegna þrýsting kaupmannanna á dönsk yfirvöld. Eitt af mörgu sem Stefán kom til leiðar var að vaktararnir (næturverðirnir) í Reykjavík hættu að kalla tilkynningar sínar á dönsku og kölluðu þess í stað: „Hó! Hó“ Næturvörður. Klukkan er eitt!“ Um Stefán og embættisverk hans má m.a. lesa í kaflanum „Maðurinn sem íslenskaði Reykjavík“ í bók Árna Óla Fortíð Reykjavíkur sem kom út árið 1950.

*

Frá 1981 hafa veitingastaðir verið reknir í húsinu, nú síðast Humarhúsið.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com.

Skildu eftir svar