Hverfisgata 21 í Reykjavík
Við Hverfisgötu nr. 21 stendur glæsilegt steinhús sem Jón Magnússon forsætisráðherra (1917-1922 og 1924-1926) lét byggja árið 1912. Kristján konungur tíundi bjó hjá forsætisráðherra og konu hans, Þóru Jónsdóttur, þegar hann heimsótti landið árið 1926 en meðan á heimsókninni stóð lést Jón. Hann var þá í ferð með konungi austur í Nesi [Neskaupsstað] í Norðfirði. Þóra, kona Jóns, var kjördóttir Jóns Pétursson háyfirdómara frá Víðivöllum í Skagafirði og seinni konu hans Sigþrúðar Friðriksdóttur Eggertz. Jón og Sigþrúður áttu líka synina Friðrik og Sturlu, betur þekktir sem Sturlubræður.