Kvísker í Öræfum

Mynd ESSBALD

Kvísker er austasti bærinn í Öræfasveit í Austur-Skaftafellssýslu. Við gosið í Öræfajökli 1362 fór byggð á þessu svæði í eyði en enduruppbygging hófst sömmu síðar (sjá færsluna Öræfajökull). Síðan þá hefur verið búið á þessu svæði.

Kvískerjabræður

Við Kvísker voru Kvískerjabræður kenndir en þeir voru, þrátt fyrir litla formlega skólagöngu, landsþekktir fyrir fræðistörf sín og uppfinningar. Áhugasvið bræðranna var víðtækt og spannaði jurta- og dýrafræði, jöklafræði, sagnfræði, tungumál og búfræði. Alls voru systkinin níu, sjö bræður og tvær systur, fædd á árunum 1906-1927. Síðasti Kvískerjabróðirinn lést í febrúar 2017.

Rosa dumalis

Kvísker er eini staðurinn á Íslandi þar sem rósartegundin glitrós (Rosa dumalis) hefur fundist. Glitrósin er friðuð samkvæmt náttúruverndarlögum.

Sjá vefmyndavélar Vegagerðarinnar á suðausturlandi.

Skildu eftir svar