Pósthússtræti 15

Um 1800 reisti Bjarni Lundberg járnsmiður torfbæ við suðausturhorn núverandi Austurvallar sem kallaður var Smiðsbær eða Smiðshús. Sá bær varð ekki langlífur því í kringum 1820 reisti Símon Hansen kaupmaður einlyft timburhús á lóðinni og fékk húsið nafnið Hansenshús. Síðar eignaðist Teitur Finnbogason smiður og dýralæknir húsið og var það þá oft kallað Teitshús. Af þjóðkunnum einstaklingum sem bjuggu í húsinu má nefna Jón Árnason  þjóðsagnasafnara, Sigurð Guðmundsson  málara og Sigfús Eymundsson ljósmyndara og bóksala.

*

Húsið var fyrsta húsið sem flutt var í Árbæjarsafn árið 1960.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar