Sölvhóll við Arnarhól

 

Sölvhóll var upphaflega hjáleiga í landi Arnarhóls. Árið 1834 reisti Jón Snorrason hreppsstjóri í Seltjarnarneshreppi ágætis torfbæ í landi Sölvhóls og var búið í bænum í tæpa öld. Verulega þrengdi að bænum þegar Samband íslenskra samvinnufélaga byggði höfuðstöðvar sínar í landi Sölvhóls 1919 og 1930 var bærinn síðan rifinn, sumir segja vegna komu Danakonungs til landsins sama ár. Sölvhólsgata dregur nafn sitt af bænum.

 

Skildu eftir svar