Geirmundarstaðir á Skarðsströnd
Geirmundarstaðir eru bær á Skarðsströnd í Dalasýslu sem kenndur er við landnámsmanninn Geirmund heljarskinn, eins ættgöfugasta landnámsmanns Íslands.
Konungssonur nemur land í Dölum
Geirmundur var sonur Hjörs Hörðakonungs og kvæntur Herríði Gautsdóttur Gautrekssonar. Hámundur, tvíburabróðir hans, nam land í Eyjafirði en hann var tengdasonur Helga magra í Kristnesi. Geirmundur rak stórbú á Geirmundarstöðum í lok 9. aldar og byrjun 10. aldar en auk þess rak hann bú á Hornströndum þar sem hann nam einnig land. Afkomendur Geirmundar bjuggu margir á Skarði.
Svarti víkingurinn
Árið 2016 kom út hjá Forlaginu bókin Leitin að svarta víkingnum, söguleg skáldsaga um uppvöxt og líf Geirmundar heljarskinns eftir Bergsvein Birgisson norrænufræðing. Í bók Bergsveins kemur fram að Geirmundur hafi verið umsvifamikill kaupsýslumaður og þrælahaldari sem þurrkaði upp Rostungastofninn á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Kvikmyndafélagið Paramount Pictures hefur ákveðið að hefja framleiðslu á sjónvarpsþáttaröð sem byggir á bók Bergsveins.
Þetta er ekki rétt merkt á kortinu. Geirmundarstaður eru þar sem Skarðaá er merkt,sem sagt bæjarnöfnum víxlað
Kærar þakkir fyrir ábendinguna.