Category: Fornsögur

Litla-Langa í Vestmannaeyjum

Svo er sandbrekkan nefnd vestan Kleifnabergs í Heimakletti, sem aðskilur hana frá annarri stærri austan bergsins, Löngu eða Stóru- Löngu.  Heimildir eru um beinafundi á þessum slóðum. Aagaard, sem var sýslumaður í Eyjum á...

Heimaklettur í Vestmannaeyjum

Útsýni til allra átta Hákollar, hæsti hluti Heimakletts, eru 283 m. frá sjávarmáli. Þaðan má sjá í góðu útsýni Heimaey frá norðri til suðurs, prýdda tveimur keilulaga eldfjöllum, úteyjarnar, nærsveitir meginlandsins, fjöll og jökla,...

Þvottalaugarnar í Laugardal

Heitu laugarnar í Laugardalnum tilheyrðu hinu forna býli í Laugarnesi (sjá einnig færsluna Laugarnes).  Ekki fer mörgum sögum af því hvernig fornmenn nýttu sér laugarnar en vitað er að á seinni hluta 18. aldar...

Staður í Súgandafirði

Staður er bújörð og forn kirkjustaður í Staðardal í Súgandafirði. Talið er að fyrsta kirkjan hafi verið reist í Staðardal um 1100 en elsti máldagi kirkju á Stað sem varðveistu hefur er frá árinu...

Laugarbrekka á Snæfellsnesi

Laugarbrekka er eyðibýli og fyrrum kirkju- og þingstaður á Snæfellsnesi. Hér bjó Bárður Snæfellsás sem fjallað er um í sögunni Bárðar saga Snæfellsáss. Hér fæddist Guðríður Þorbjarnardóttir en hún var talin ein víðförlasta kona heim...

Stafkirkjan í Vestmannaeyjum

Norðmenn gáfu þessa kirkju árið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá því að kristni var lögfest á Íslandi. Kirkjunni var valinn staður í Vestmannaeyjum, þar sem Hjalti Skeggjason og...

Öskjuhlíð í Reykjavík

Öskjuhlíð er rúmlega 60 metra há stórgrýtt en gróðursæl hæð í Reykjavík, mynduð úr grágrýti sem rann úr eldstöðvum á Mosfellsheiði á síðari hluta ísaldar. Talið er að fyrir u.þ.b. 10 þúsund árum hafi...

Breiðabólsstaður í Fljótshlíð

Breiðabólsstaður er bær og kirkjustaður í Fljótshlíð. Hér bjó Ormur Jónsson sem jafnan var kenndur var við staðinn og kallaður Ormur Breiðbælingur. Ormur var sonur Jóns Loftssonar í Odda. Eftir lát Orms bjó Hallveig...

Víðivellir í Skagafirði

Víðivellir eru bær, fornt höfuðból og kirkjustaður í Blönduhlíð í Skagafirði en síðasta kirkjan á Víðivöllum var aflögð árið 1765. Í landi Víðivalla stóð bærinn Örlygsstaðir en þar fór fram einn fjölmennasti bardagi Sturlungualdar þann...

Þjófadalir á Kili

Þjófadalir eru fremur lítill, alldjúpur og nokkuð lokaður dalur austan við Langjökul í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Áður fyrr náði nafnið yfir tvo dali en nú á dögum er aðeins átt við...

Gillastaðir í Króksfirði

Gillastaðir eru bær í Króksfirði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hér var Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur brenndur inni árið 1228 í hefndum fyrir víg Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri (Hrafnseyri) við Arnarfjörð. Þorvaldur, sem telja má síðasta höfðingja...

Gamli-Ossabær

Vorsabær er heiti á nokkrum bæjum í Árnes- og Rangárvallasýslu. Gamli Ossabær er nafn á bæjarrústum í Austur-Landeyjum skammt frá Vorsabæ þar sem talið að bær Höskuldar Hvítanessgoða hafi staðið. Eru rústirnar á svipuðum stað...

Bergþórshvoll í Vestur-Landeyjum

Bergþórshvoll er bær í Vestur-Landeyjum þar sem talið er að Njáll Þorgeirsson og kona hans Bergþóra Skarphéðinsdóttir hafi búið undir lok 10. aldar og byrjun 11. aldar. Njáll var lögspekingur mikill, vitur og ráðagóður. Hann...

Spóastaðir í Biskupstungum

Spóastaðir eru bær í Biskupstungum skammt frá Skálholti. Staðurinn er einkum þekktur fyrir það að biskupnum í Skálholti, hinum danska Jóni Gerrekssyni, var drekkt í Brúará í landi Spóastaða þann 20. júlí 1433. Jón...

Maríuhöfn í Hvalfirði

Maríuhöfn er örnefni á Búðasandi á Hálsnesi í Hvalfirði. Hér er talið að fyrsta höfn landsins hafi verið og jafnframt eitt mesta þéttbýli Íslands fram á 15. öld. Þá er talið að Maríuhöfn hafi...

Laugarnes í Reykjavík

Laugarnes er heiti á nesi norður af Laugardalnum í Reykjavík sem fyrst er getið í Njáls sögu. Um tíma var hér biskupssetur og holdsveikraspítali. Í dag (2018) er hér listasafn Sigurjóns Ólafssonar og heimili...

Svínafell í Öræfum

Svínafell er bær og fornt höfðingjasetur í Öræfasveit sem ein af helstu valdaættum Sturlungualdar, Svínfellingar, var kennd við. Í upphafi 13. aldar er talið að veldi Svínfellinga hafi teygt sig um gjörvallt Austurland og...

Espihóll í Eyjafirði

Bær í Eyjafirði, löngum stórbýli og höfðingjasetur. Bærinn kemur við sögu í Víga-Glúms sögu og í Sturlungu er sagt frá því að hér hafi Kolbeinn grön Dufgusson verið drepinn árið 1254 að undirlagi Gissurar...

Stóri-Dímon á Markarfljótsaurum

„Karlmannlega er að farið.“ Stóri-Dímon (Rauðuskriður til forna) er móbergseyja á Markarfljótsaurum, sömu tegundar og Pétursey, Dyrhólaey og Hjörleifshöfði. Litli bróðir Stóra-Dímons, Litli-Dímon, er staðsettur sunnan við eystri brúarsporð gömlu brúarinnar yfir Markarfljót. Stóri-Dímon...

Handrit

Staðarstaður í Staðarsveit

Staðarstaður er bær og prestssetur í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Staðarstaður þótti löngum eitt besta prestakall landsins og hér bjuggu til forna og fram á okkar tíma landsþekktir einstaklingar, bæði lærðir og leiknir. Á 12. öld...

Brjánslækur á Barðaströnd

Brjánslækur er fornt höfuðból og kirkjustaður á Barðaströnd á sunnanverðum Vestfjörðum. Brjánslækur stendur við mynni Vatnsfjarðar og er ferjustaður ferjunnar Baldurs sem siglir milli Stykkishólms og Barðastrandar með viðkomu í Flatey á Breiðafirði.  Flókatóftir...

Kolkuós í Skagafirði

Kolkuós er forn verslunarstaður í Skagafirði þar sem áin Kolka rennur til sjávar. Fyrr á öldum gekk áin undir nafninu Kolbeinsdalsá og ósinn Kolbeinsárós.  Höfn Hólastóls Talið er að Kolkuós, eða Kolbeinsárós, hafi verið...

Garðar Akranesi

Garðar eru fornt höfuðból og kirkjustaður á Akranesi. Samkvæmt Landnámu voru Garðar jörð Jörundar hins kristna sem kom hingað frá Írlandi. Faðir Jörundar, Ketill Bresason, nam allt Akranes ásamt bróður sínum Þormóði. Staðurinn var...

Kristnes í Eyjafirði

Landnámsjörð Helga margra Kristnes var landnámsjörð Helga magra í Eyjafirði. Helgi var kristinn og helgaði Kristni bæ sinn. Faðir hans var Eyvindur austmaður Bjarnason frá Gautlandi. Helgi fæddist á Írland en var sendur í...

Mosfell og Hrísbrú

Mosfell er sögufrægur bær og kirkjustaður í Mosfellsdal undir samnefndu felli. Bærinn er einn af þremur bæjum undir Mosfelli, hinir tveir eru Minna-Mosfell og Hrísbrú. Síðasta heimili Egils Skallagrímssonar Á Mosfelli bjó Þórdís Þórólfsdóttir,...

Hlíðarendi í Fljótshlíð

„Fōgur er hlíðin“ Hlíðarendi er bær og kirkjustaður í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu. Á Hlíðarenda sátu löngum höfðingjar og sýslumenn en þekktasti ábúandinn á Hlíðarenda er án efa Gunnar Hámundarson, ein dáðasta hetja sögualdar. Gunnar...

Hólar í Eyjafirði

Hólar eru fornt höfuðból og kirkjustaður innst í Eyjafirði. Á 15 öld bjó hér Margrét Vigfúsdóttir Hólm, ekkja Þorvarðar ríka Loftssonar lögmanns en hann var einn þeirra sem drekktu Jóni Gerrekssyni Skálholtsbiskupi í Brúará árið...

Gásir í Eyjafirði

Gáseyri er eyri við mynni Hörgár um 11 km norður af Akureyri. Þar má sjá mikinn fjölda tófta að sem nú eru friðlýstar. Gásasvæðið er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs fuglalífs og plantna sem eru á válista....

Keldur á Rangárvöllum

Keldur eru sögufræg jörð á Rangárvöllum, fornt klaustursetur, kirkjustaður og minjasafn. Keldur voru vettvangur atburða í Brennu-Njáls sögu og eitt af höfuðbólum Oddaverja. Hér varði Jón Loftsson frá Odda, fósturfaðir Snorra Sturlusonar, elliárunum og hér bjó sonarsonur hans, Hálfdán...

Oddi á Rangárvöllum

Sæmundur fróði og Oddaverjar Oddi á Rangárvöllum var eitt mesta höfðinga- og menntasetur landsins til forna og við Odda eru Oddaverjar kenndir. Hér bjó Sæmundur fróði Sigúfsson (1056-1133), ættfaðir Oddaverja og lærðasti maður landsins...

Borg á Mýrum

Borg er kirkjustaður og fornt höfðingasetur á Mýrum skammt frá Borgarnesi. Staðurinn er þekktastur fyrir að vera landnámsjörð Skallagríms Kveld-Úlfssonar og bær Egils (ca. 910-990) sonar hans. Snorri Sturluson Hér hóf Snorri Sturluson (1179-1241),...

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt er fornt höfuðból, kirkjustaður og skólasetur í Borgarfirði. Þekktastur er staðurinn fyrir að hér sat einn af mestu höfðingjum Sturlungaldar, sagnaritarinn og skáldið Snorri Sturluson (1179-1241). Snorri ritaði Heimskringu, Snorra-Eddu og að öllum líkindum einnig Egils sögu. Þau miklu valdaátök...

Eiðið í Vestmannaeyjum

Ingólfur og þrælarnir Eiðið, er sandrif, sem tengir Heimaklett og norðurklettana við undirlendi Heimaeyjar. Samkvæmt Landnámu kom Ingólfur Arnarson að þrælum Hjörleifs Hróðmarssonar, fóstbróður síns, á Eiðinu eftir að þeir höfðu vegið Hjörleif og menn hans...

Valþjófsstaður

Valþjófsstaður er fornt höfðingjasetur og kirkjustaður í Fljótsdal. Snemma reis hér kirkja og í kaþólskum sið sátu hér tveir prestar og tveir djáknar. Á 13. öld var Valþjófsstaður eitt af höfuðbólum Svínfellinga. Hér fæddist...

Möðruvellir í Eyjafirði

Möðruvellir eru fornt höfðingjasetur og kirkjustaður í Eyjafirði. Staðurinn kemur við sögu í nokkrum  Íslendingasögum enda sátu hér höfðingjar eins og Guðmundur ríki Eyjólfsson og bróðir hans Einar Þveræingur, sem er hvað þekktastur fyrir að...

Grund í Eyjafirði

Grund er fornt höfuðból og kirkjustaður í Eyjafirði skammt sunnan við Hrafnagil, um 20 km frá Akureyri. Hér stendur stærsta og glæsilegasta kirkja landsins sem byggð er af einstaklingi. Sturlungaöld Þegar Sighvatur Sturluson, sonur...

Skriðuklaustur í Fljótsdal

Skriðuklaustur er fornt stórbýli og menningarsetur í Fljótsdal. Á Skriðu, eins og jörðin hét til forna, var stofnað munkaklaustur undir lok 15. aldar og var það síðasta kaþólska klaustrið sem stofnað var á Íslandi.  Fornleifarannsóknir...

Glaumbær í Skagafirði

Glaumbær er fornt höfuðból, kirkjustaður og byggðasafn í Skagafirði. Meðal þekktra ábúenda í Glaumbæ til forna má nefna Þorfinn Karlsefni landkönnuð og konu hans Guðríði Þorbjarnardóttur, Snorra son þeirra (að líkindum fyrsta hvíta barnið sem...

Miklibær í Skagafirði

Miklibær er sögufrægur bær og kirkjustaður í Blönduhlíð í Skagafirði. Bærinn kemur við sögu í aðdraganda og eftirmála Örlygsstaðabardaga og þar lét Kolbeinn ungi vega Kálf Guttormsson og son hans Guttorm fyrir það eitt...

Hólar í Hjaltadal

Hólar eru kirkjustaður, biskupsstóll og skólasetur í Hjaltadal í Skagafirði, lengi eitt helsta mennta- og menningarsetur Norðurlands. Biskupssetur í 7 aldir Fyrsti biskupinn á Hólum var Jón Ögmundsson en af öðrum merkum biskupum sem...

Grenjaðarstaður í Suður-Þingeyjarsýslu

Grenjaðarstaður er fornt höfuðból og kirkjustaður í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt Landnámu var staðurinn landnámsjörð Grenjaðar Hrappssonar. Grenjaðarstaður var talið eitt af bestu brauðum landins og hér sátu löngum höfðingjar og merkir prestar. Hér...

Munkaþverá í Eyjafirði

Munkaþverá er fornt stórbýli og kirkjustaður í Eyjafirði. Á söguöld hét staðurinn Þverá og sátu hér margir landsþekktir einstaklingar, þar á meðal Ingjaldur sonur Helga magra, Víga-Glúmur og Einar Þveræingur. Einar, sem var bróðir Guðmundar...

Hörgaeyri í Vestmannaeyjum

Eyrin blasir við, eða mannvirki, sem reist var á henni, þegar horft er frá Skansinum norður til Heimakletts. Á henni er nyrðri hafnargarðurinn í Eyjum byggður. Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason komu þar fyrst...

Þingeyrar í Húnaþingi

Þingeyrar eru bær og kirkjustaður í Húnaþingi milli Hóps og Húnavatns. Á Þingeyrum var þingstaður til forna og má þar enn sjá garð (hleðslu) sem ber nafnið Lögrétta. Ekki hefur þó verið úr því skorið...

Tjörn í Svarfaðardal

Tjörn er bær og fyrrum kirkjustaður í Svarfaðardal sem dregur nafn af litlu stöðuvatni skammt frá bænum. Kristján Eldjárn (1916-1982), Þjóðminjarvörður og þriðji forseti íslenska lýðveldisins  (1968-1980), fæddist að Tjörn árið 1916. Brandur Örnólfsson Á...

Syðsta-Grund í Skagafirði

Syðsta-Grund er bær í Blönduhlíð í Skagafirði. Árið 1246 fór þar, nánar tiltekið á Dalsáreyrum, fram ein af stórorustum Sturlungaaldar og einn mannskæðasti bardagi Íslandssögunnar, Haugsnesbardagi. Þar börðust Sturlungar, undir forystu Þórðar Kakala, og  Ásbirningar, undir forystu Brands...

Þingvellir

Alþingi og aftökur Sögulega séð eru Þingvellir án efa mikilvægasti staður íslensku þjóðarinnar. Stuttu eftir landnám var allsherjarþing stofnað á Þingvöllum (Alþingi) þar sem hin unga þjóð réði ráðum sínum og tók sínar mikilvægustu ákvarðanir....

Geirmundarstaðir á Skarðsströnd

Geirmundarstaðir eru bær á Skarðsströnd í Dalasýslu sem kenndur er við landnámsmanninn Geirmund heljarskinn, eins ættgöfugasta landnámsmanns Íslands. Konungssonur nemur land í Dölum Geirmundur var sonur Hjörs Hörðakonungs og kvæntur Herríði Gautsdóttur Gautrekssonar. Hámundur, tvíburabróðir...

Bustarfell í Vopnafirði

Bustarfell (ekki Burstarfell sbr. burst á hússtafni) er eyðibýli og minjasafn í Hofsárdal í Vopnafirði sem stendur undir samnefndu felli.  Bæjarnafnið kemur fyrst fram í Sturlungu í tengslum við Þverárbardaga (Þverárfund) 1255 í Eyjafirði þar...

Hrafnseyri við Arnarfjörð

Hrafnseyri er jörð og kirkjustaður við norðanverðan Arnarfjörð á Vestfjörðum. Í Landnámu segir að Án Rauðfeldur og Grelöð kona hans hafi byggt sér bú í Arnarfirði þar sem þá hét Eyri. Síðar fékk staðurinn nafnið...

Víðines í Hjaltadal

Víðines er bær í Hjaltadal í Skagafirði sem Víðinesbardagi (1208) er kenndur við. Hér barðist 400 manna lið Kolbeins Tumasonar, eins mesta höfðingja Ásbirninga á 13. öld, við menn Guðmundar biskups Arasonar. Í bardaganum fékk Kolbeinn stein...

Lögberg á Þingvöllum

Lögberg var „ræðupúlt“ hins forna allsherjarþings á Þingvöllum, Alþingis. Á Lögbergi sagði lögsögumaðurinn upp gildandi lög í landinu, þar voru sagðar fréttir og þar báru menn upp mál sín og ágreiningsefni. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Lögberg...

Víðimýri í Skagafirði

Víðimýri er fornt höfuðból og kirkjustaður í Skagafirði, rétt ofan við Varmahlíð. Á 12. og 13. öld bjuggu hér margir af helstu höfðingjum Ásbirninga  s.s. Kolbeinn Tumason og Brandur Kolbeinsson og kom Víðimýri við...

Húnaflói (Flóabardagi)

Húnaflói er stærsti flói á Norðurlandi, um 50 km breiður þar sem hann er breiðastur. Inn af honum ganga firðir eins Hrútafjörður, Miðfjörður og Húnafjörður.  Flóabardagi, eina sjóorustan sem vitað er að Íslendingar hafi...

Flugumýri í Skagafirði

Flugumýri er bær og kirkjustaður í Blönduhlíð í Skagafirði sem kenndur er við Flugu, hryssu landnámsmannsins Þóris Dúfunefs. Talið er að Dúfunefsfell á Kili sé kennt við Þóri Dúfunef. Flugumýri var höfðingasetur á Sturlungaöld og bjuggu...

Neðri-Ás í Hjaltadal

Neðri-Ás er bær í Hjaltadal í Skagafirði. Ef trúa skal Kristni sögu þá reisti Þorvarður Böðvarsson hér fyrstu kirkjuna sem reist var á Íslandi skömmu fyrir kristnitöku en hingað til hafa menn litið svo á að Gissur Hvíti og...

Bjarg í Miðfirði

Bjarg er bær í Miðfirði í Húnavatnssýslu sem er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður frægasta útlaga Íslandssögunnar, Grettis sterka Ásmundarsonar. Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár, er fæddur og uppalinn á Ytra-Bjargi en núverandi...

Örlygsstaðir í Skagafirði

Örlygsstaðir eru eyðibýli í landi Víðivalla í Skagafirði. Þann 21. ágúst 1238 fór hér fram fjölmennasti bardagi Íslandssögunnar, Örlygsstaðabardagi, en talið er að allt að 2500 menn hafi tekið þátt í bardaganum. Örlygsstaðabardagi Í bardaganum lutu...

Reynistaður í Skagafirði

Reynistaður er sögufrægur bær í Skagafirði, eitt af höfuðbólum Ásbirninga á Sturlungaöld. Meðal þekktra ábúenda á Reynistað voru Þorfinnur Karlsefni og kona hans Guðríður Þorbjarnardóttir, Brandur Kolbeinsson, Gissur Þorvaldsson jarl, Oddur Gottskálksson, sem gaf út árið 1540...

Málmey á Skagafirði

Endalok byggðar Málmey er eyja á Skagafirði, hæst 156 metrar yfir sjávarmáli. Eyjan hefur lengst af verið í byggð en síðustu ábúendur hurfu burt úr eynni þegar íbúðarhús og fjós brunnu til kaldra kola rétt fyrir...

Auðarnaust í Hvammsfirði

Tóft af nausti 10-15 metra austan við ármynni Hvammsár sem talin er vera frá tímum landnámskonunnar Auðar Djúpúðgu.

Guðrúnarlaug í Sælingsdal

Sælingsdalslaug í Sælingsdal í Dalasýslu var vinsæl baðlaug til forna og er laugin bæði nefnd í Laxdælu og Sturlungu. Þar hittust gjarnan aðalsöguhetjur Laxdælu, þau Kjartan Ólafsson, Bolli Þorleiksson og Guðrún Ósvífursdóttir og hér spáði Gestur spaki...

Leysingjastaðir í Dölum

Leysingjastaðir eru bær í Hvammssveit í Dalasýslu. Í Gunnlaugs sögu Ormstungu segir að Þorgerður Egilsdóttir, dóttir Egils Skallagrímssonar á Borg, hafi látið fóstra bróðurdóttur sina, Helgu fögru, á Leysingjastöðum þrátt fyrir að Þorsteinn Egilsson,...

Staðarfell á Fellsströnd

Staðarfell er bær og kirkjustaður á Fellsströnd í Dalasýslu. Hér fæddist Þórður Gilsson, faðir Hvamm-Sturlu. Meðal þekktra ábúenda á Staðarfelli til forna má nefna Þorvald Ósvífursson, fyrsta eiginmann Hallgerðar Langbrókar. Fyrsta ljósmæðraprófið 1768 Hér tók Rannveig...

Kambsnes í Dölum

Nes sunnan Búðardals sem höfundar Landnámu og Laxdælu segja að hafi fengið nafn sitt af því að landnámskonan Auður djúpúðga tapaði þar kambi sínum. Laxdæla segir að Auður hafi búið þar fyrst eftir komuna til Íslands....

Svínadalur

Svínadalur liggur milli Hvammssveitar og Saurbæjar í Dalasýslu. Í Svínadal réðst Bolli Þorleiksson, að undirlagi eiginkonu sinnar Guðrúnar Ósvífursdóttur, á fóstbróður sinn og frænda Kjartan Ólafsson og réð honum bana með hjálp mága sinna frá Laugum....

Goddastaðir í Laxárdal

Goddastaðir eru bær í Laxárdal í Dalasýslu. Í Laxdælu segir að hér hafi Þórður goddi og kona hans Vigdís búið. Hér ólu þau hjón Ólaf páa Höskuldsson upp frá sjö ára aldri þar til hann flutti...

Laugar í Sælingsdal

Laxdæla saga Samkvæmt Laxdælu bjó Ósvífur spaki ásamt börnum sínum á Laugum í Sælingsdal.  Guðrún dóttir hans bjó einnig að Laugum meðan hún var gift öðrum manni sínum, Þórði Ingunnarssyni og fyrri hluta hjónabands...

Tunga í Sælingsdal

Sögusvið Laxdælu Tunga [Sælingsdalstunga] er eyðibýli í Sælingsdal í Dalasýslu. Samkvæmt Laxdælu bjó Þórarinn Sælingur en seldi Ósvífri á Laugum hluta af landi sínu. Eftir víg Kjartans Ólafsson keypti Bolli Þorleiksson Tungu og flutti hingað með konu...

Ljárskógar í Laxárdal

Ljárskógar eru bær í Laxárdal í Dalasýslu sem nefndur er bæði í Grettissögu og Laxdælu. Hingað leitaði útlaginn Grettir Ásmundarson oft til frænda síns Þorsteins Kuggasonar og í eitt skiptið dvaldi hann hér vetrarlangt. Listamenn frá...

Staðarhóll í Saurbæ

Staðarhóll er fornt höfuðból, kirkjustaður og eyðibýli í Saurbæ í Dalasýslu sem fyrir kristni hét Hóll. Samkvæmt Landnámu byggði Víga-Sturla fyrstur manna bæ á Staðarhóli en meðal þekktra ábúenda á Staðarhóli til forna voru Þorgils...

Bersatunga í Saurbæ

Bersatunga eða Bessatunga er bær í Saurbæ í Dalasýslu sem kenndur er við Hólmgöngu-Bersa sem fjallað er um í Laxælu og Kormáks sögu. Hér ólst Torfi Bjarnason (1838-1915) skólastjóri í Ólafsdal upp en hann...

Leiðólfsstaðir í Laxárdal

Bær í Laxárdal í Dalasýslu. Samkvæmt Laxdælu bjuggu hér galdrahjónin Kotkell og Gríma en þau voru svo mögnuð að þau gátu látið fjarstadda menn falla steindauða til jarðar. Sagan segir að sonur þeirra hafi ekki verið...

Höskuldsstaðir í Laxárdal

Höskuldsstaðir eru sögufrægur bær í Laxárdal í Dalasýslu. Hér bjó Höskuldur Dala-Kollsson en Kollur faðir hans var samferðarmaður Auðar Djúpúgðu til Íslands. Höskuldur var faðir Þorleiks,  Ólafs páa og Hallgerðar Langbrókar sem öll fæddust hér á Höskuldsstöðum. Móðir Ólafs...

Krosshólaborg í Hvammssveit

Krosshólaborg er grjótborg skammt frá Hvammi í Hvammssveit. Sagan segir að landnámskonan Auður Djúpúðga hafi reist kross á þessum stað til að biðjast fyrir. Uppi á borginni er víðsýnt og sést þar vel yfir Hvammsfjörð...

Erpsstaðir í Miðdölum

  Landnámsjörð Erpsstaðir eru bær í Miðdölum í Dalasýslu. Erpsstaðir voru landnámsjörð Erps Meldúnssonar sem átti að foreldrum skoskan jarl og írska konungsdóttur. Í Sturlubók eru afkomendur Erps nefndir Erplingar. Fornleifar Lengi var forn...

Skarð á Skarðsströnd

Skarð á Skarðsströnd er sögufrægur bær og kirkjustaður í Dalasýslu í landnámi Geirmundar heljarskinns. Bergsveinn Birgisson, höfundur bókarinnar Leitin að svarta víkingnum, telur að bær Geirmundar hafi staðið nálægt þar sem núverandi bær á Skarði...

Eiríksstaðir í Haukadal

Eiríksstaðir í Haukadal eru fornar rústir í landi Stóra-Vatnshorns. Það er trú manna að rústirnar séu hinn forni bær Eiríks rauða sem fjallað er um í Landnámu og Eiríks sögu rauða. Samkvæmt þeim sögum bjuggu...

Hvammur í Dölum

Landnámsjörð Auðar djúpúðgu Hvammur er landnámsjörð, fornt höfðingjasetur og kirkjustaður í Hvammssveit í Dalasýslu. Hvammur var landnámsbær  Auðar djúpúðgu sem kom til Íslands frá Írlandi. Hún var dóttir Ketils flatnefs hersis í Noregi. Maður hennar var...

Stóra-Vatnshorn í Haukadal

Stóra-Vatnshorn er bær og forn kirkjustaður í Haukadal í Dalasýslu. Stóra-Vatnshorns er getið í Landnámu, Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Eitt af merkari handritum Íslendingasagna, Vatnshyrna, er kennd við Stóra-Vatnshorn. Vatnshyrna eyðilagðist í brunanum...

Dagverðarnes í Dölum

Dagverðarnes er nes í Dalasýslu sem dregur nafn sitt af því að Auður djúpúðga er sögð hafa snætt þar dögurð er hún fór þarna um í leit að öndvegissúlum sínum.

Jörfi í Haukadal

Jörfi er bær í Haukadal sem getið er um bæði í Landnámu og Eiríks sögu rauða. Talið er að bærinn Valþjófsstaðir, sem þrælar Eiríks rauða felldu skriðu á, hafi staðið í landi Jörfa. Þetta...

Hveravellir á Kili

Hveravellir eru hverasvæði á Kili, „ein hin einkennilegasta og furðulegasta listasmíð náttúrunnar, sem á Íslandi finnst“ segir í Ferðabók Eggerts og Bjarna, með hverum eins og Öskurhólshver, Fagrahver, Bláhver, Grænahver og Eyvindarhver. Í Vatnsdæla sögu og...

Bær í Miðdölum

Bær er jörð í Miðdölum í Dalasýslu sem nefnd er í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar í tengslum við dráp Sturlu Sighvatssonar á sonum Þorvaldar Vatnsfirðings árið 1232. Jón Dalaskáld Í Bæ bjó Jón Sigurðsson (1685-1720), lögsagnaritari...

Sauðafell í Miðdölum

Sauðafell er sögufrægur bær í Miðdölum í Dalasýslu sem stendur undir samnefndu felli. Meðal þekktra ábúenda á Sauðafelli á landnáms- og söguöld má nefna Erp Meldúnsson, leysinga Auðar Djúpúðgu, Þórólf Raunef, Mána, son Snorra goða,...