Leysingjastaðir í Dölum

Leysingjastaðir eru bær í Hvammssveit í Dalasýslu. Í Gunnlaugs sögu Ormstungu segir að Þorgerður Egilsdóttir, dóttir Egils Skallagrímssonar á Borg, hafi látið fóstra bróðurdóttur sina, Helgu fögru, á Leysingjastöðum þrátt fyrir að Þorsteinn Egilsson, faðir Helgu, hefði ákveðið hún skyldi út borin út. Samkvæmt sögunni voru Leysingjastaðir hjáleiga frá Hjarðarholti.

Málverk Charles_Fairfax_Murray af Gunnlaugi og Helgu úr Gunnlaugs sögu Ormstungu

Orðið „leysingi“ merkir hér maður eða kona sem laus er úr ánauð eins og t.d. þræll sem öðlast frelsi. Bæjarnafnið Leysingastaðir bendir því til þess að í upphafi Íslandsbyggðar hafi hér verið þrælasamfélag. Aðrir bæir sem báru þetta nafn voru Leysingjastaðir í Mosfellssveit og Leysingastaðir sunnan Þingeyrar. Allir þessi bæir voru í nágrenni fornra stórbýla.

Skildu eftir svar