Sprangan í Vestmannaeyjum

Gunnar M. Steingrímsson, You Tube

Sprangan er í móbergsstrýtu, skammt ofan við Friðarhöfn, undir svokölluðum Skiphellum.  Þar hangir kaðall í bjarginu, tengdur vír efstu metrana, sem notaður er til þess að spranga í, þ. e. að sveifla sér fram og til baka. Stökkstaðir eru nokkrir og fara vanir sprangarar hærra og hærra með aukinni færni. Þessir staðir heita ákveðnum nöfnum og tilkomumestu stökkin eru frá þeim, sem eru hæst í berginu. Bestu sprangarar sýna listir sínar með því að stökkva frá einhverri klettasnös, grastorfu eða skoru, ná langri sveiflu áður en kemur að klettaveggnum hinum megin, sem þeir spyrna sér svo frá aftur og kasta sér til baka. Sprangan var á seinustu öld svo vinsæl, að stórir peyjahópar urðu að skiptast á daglangt til þess að komast að og fá að sveifla sér.

 

Skildu eftir svar