Skólavörðustígur 10 (Bergshús)

Bergshús

Hér stóð Bergshús, lágreist timburhús reist af Alexíusi Árnasyni (1813-1883) lögregluþjóni árið 1864. Húsið er kennt við Berg Þorleifsson söðlasmið sem bjó hér frá 1885 til 1930. Húsið er varðveitt í Árbæjarsafni.

Bókmenntir og skáld

Þórbergur Þórðarson (1888-1974) gerði baðstofu hússins ódauðlega í skáldverki sínu Ofvitanum sem kom út árið 1940 en Þórbergur bjó í húsinu á árunum 1909-1913. Aðrar þekkta persónur sem bjugggu í Bergshúsi voru Eiríkur frá Brúnum (1823-1900), fyrirmynd Halldórs Laxness að Steinari í Hlíðum í Paradísarheimt og Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882-1906), skáld.

 

Skildu eftir svar