Brekka í Svarfaðardal

Brekka er bær í Svarfaðardal. Hér ólst Jóhann Kristinn Pétursson, betur þekktur sem Jóhann risi, upp. Jóhann fæddist á Akureyri þann 9. febrúar 1913, sonur hjónanna Péturs Gunnlaugssonar úr Glerárþorpi og Sigurjónu Jóhannsdóttur frá Brekkukoti í Svarfaðardal. Stuttu eftir fæðingu Jóhanns flutti fjölskyldan til Dalvíkur og síðan að Brekku í Svarfaðardal. Mestan hluta ævi sinnar bjó Jóhann erlendis, m.a. í Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkunum. Í þessum löndum starfaði Jóhann með þekktum sýningarflokkum og fjölleikahúsum en í Bandaríkjunum lék hann einnig í kvikmyndum. Síðustu ár sín dvaldi Jóhann á dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Hann lést á Akureyri þann 26. nóvember 1984 og var jarðsettur i Dalvíkurkirkjugarði. Að eigin sögn var hann 2,25 metrar á hæð en aðrar heimildir segja að hann hafi verið 2,34 metrar á hæð. Í byggðasafninu á Dalvík er sérstakt herbergi tileinkað Jóhanni Péturssyni.

 

Skildu eftir svar