Fagriskógur á Galmaströnd
Fagriskógur er bær á Galmaströnd í Eyjafirði þar sem eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar, Davíð Stefánsson (1895-1964), fæddist. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út haustið 1919 en á þeim tíma leigði Davíð herbergi á Laufásvegi 38 í Reykjavík. Svartar fjaðrir slóu rækilega í gegn og óhætt er að fullyrða að fá skáld hafa notið jafn mikillar hylli meðal samtíðarmanna sinna og Davíð Stefánsson. Davíð bjó lengst af á Akureyri og starfaði í rúman ársfjórðung sem bókavörður á Amtsbókasafninu. Hann lést á Akureyri árið 1964 og eftir hans dag var íbúð hans á Akureyri breytt í safn. Davíð hvílir í kirkjugarðinum á Möðruvöllum í Hörgárdal.