Hraun í Öxnadal

Hraun er bær í Öxnadal þar sem þjóðskáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson fæddist þann 16. nóvember 1807. Megnið af sinni starfsævi bjó Jónas í Kaupmannahöfn en hann lést af völdum fótbrots aðeins 37 ára gamall. Athafnamaðurinn Sigurjón Pétursson á Álafossi stóð fyrir því að flytja bein Jónasar heim til Íslands og voru þau jarðsett í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum 16. nóvember 1946, eftir nokkurn flæking um landið. Halldór Laxness gerði flutning beinanna heim að yrkisefni í Atómstöðinni  (1948).  Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar frá árinu 2006. Jörðin Hraun er nú í eigu menningarfélagsins Hrauns sem rekur hér fræðimannsíbúð og minningarstofu um skáldið.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar