Laugavegur 11

Húsið sem stendur á lóð nr. 11 við Laugaveg var byggt árið 1920 af Sturlubræðrum, þeim Friðriki og Sturlu Jónssyni. Frá byrjun hefur húsið verið notað undir verslanir og veitingahús. Af fyrirtækjum sem hér hafa verið til húsa má nefna veitingastofur og kaffihús eins og Fjallkonuna, Kaffilindina og White Star og verslanir eins og Vogue, Skrifstofuvélar og Ljósmyndastofu Jóns Kaldals.

Adlonbar Silla og Valda

Um 1950 hófu Silli og Valdi rekstur eins af svokölluðum Adlon-börum sínum í húsinu og gekk sá staður ætíð undir nafninu Laugavegur 11 eða bara 11. Staðurinn varð fljótlega athvarf og samkomustaður ungra skálda og menntamanna og meðal fastagesta hér voru Elías Mar, Alfreð Flóki, Thor Vilhjálmsson, Jökull Jakobsson, Þorsteinn frá Hamri, Ásta Sigurðardóttur og Dagur Sigurðarson. Staðnum var lokað 1960.

Ítalía

Árið 1988 opnaði fjölskylda söngkonunnar Emilíönu Torrini veitingastaðinn Ítalíu í húsinu.

Myndir: Bókmenntaborgin

Skildu eftir svar