Garðastæti 15 (Unuhús)

Unuhús er tvílyft timburhús í Garðastræti 15 í Grjótaþorpi, byggt af Guðmundi Jónssyni apótekara og Unu Gísladóttur konu hans árið 1896. Húsið var mikil menningarmiðstöð á fyrri hluta síðustu aldar og fjölsótt af rithöfundum, skáldum og öðru gáfufólki. Meðal fastagesta í Unuhúsi voru Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness, Steinn Steinarr og Stefán frá Hvítadal. Þórbergur og Halldór Laxness gerðu Erlend, son Guðmundar og Unu, ódauðlegan í verkum sínum. Erlendur lést árið 1947. Þórbergur skrifaði bókina Í Unuhúsi um lífið í húsinu eftir frásögn Stefáns frá Hvítadal. Árið 2018 bjó Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, í Unuhúsi. Húsið var friðað árið 2008.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar