Vatnsendi í Vesturhópi
Vatnsendi er bær í Vesturhópi í Húnaþingi sem skáldkonan Rósa Guðmundsdóttir (1795-1855) var kennd við en hún var fædd að Ásgerðarstöðum í Hörgárdal. Í gömlum gögnum er hún stundum nefnd Natans-Rósa vegna sambands hennar við Natan Ketilsson, umdeildan mann sem drepinn var af Agnesi Magnúsdóttur og Friðriki Sigurðssyni á Illugastöðum 14. mars 1828 (sjá færsluna Illugastaðir). Þekktustu vísur Rósu eru Vísur Vatnsenda-Rósu. Gísli H. Kolbeins skráði sögu ljósmóðurinnar ljóðmæltu.